Öryggis- og áhættustjórnu, persónuvernd

Gullfoss á góðviðrisdegi - Ljósmynd: Marinó G. Njálsson

Hér fyrir neðan koma efnisflokkar sem snúa að upplýsingatækni, upplýsingaöryggi, persónuvernd, áhættustjórnun, áhættugreiningu, o.fl. Kannski á þessi umfjöllun betur heima á hinni síðunni minni, þ.e. á slóðinni betriakvordun.is, en kannski verður hún bara á báðum stöðum.

Upplýsingatækni

Á árunum 1992-1997 var ég annars vegar pistlahöfundur um upplýsingatækni í Morgunblaðinu og sérfræðingur ritstjóra PC World Iceland um upplýsingatækni. Þetta veitti mér tækifæri til að fjalla um þessi mál frá hinum ýmsu sjónarhornum. Hér verður að finna tengla í efni og einstaka greinar, en ekki allar. Sumar hafa einfaldlega lítið gildi fyrir nútímann, en aðrar eru hreinlega orðnar að sagnfræðilegu efni.

Upplýsingaöryggi og persónuvernd

Mér hefur alltaf þótt erfitt að greina á milli þessara tveggja mikilvægu þátta í meðhöndlun upplýsinga. Upplýsingaöryggi getur ekki verið án persónuverndar og persónuvernd getur ekki verið án upplýsingaöryggis.

Áhættustjórnun

Áhættustjórnun er tekin hér út fyrir sviga, þar sem hún tengist svo mörgu og er ekki einskorðuð við upplýsingaöryggi og persónuvernd, þó hvorugt geti án áhættustjórnunar verið. Undir þennan lið falla auk efnis sem tengist mínu fagi, vangaveltur mínar um áhættu- og öryggismál almennt, þ.m.t. vegna náttúruvár.

Ákvörðunargreining

Ég menntaði mig í aðgerðarannsóknum og sérhæfði mig í ákvörðunarfræði og -greiningu. Hér er að finna efni eða tengla í efni um þau málefni.