Á þessari síðu verður að finna tengla í alls konar efni tengt Alþingi. Sumt efni er bæði á þessari síðu og síðunni með efni frá ráðuneytum.

Svör við fyrirspurnum þingmanna um fjárnám, nauðungarsölur og þess háttar:

  1. Ólöf Nordal, Sjálfstæðisflokki, reið á vaðið með að spyrja um fjárnám og nauðungarsölur, 137. löggjafarþing 2009, þingskjal 115 - 45. mál

  2. Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, fyrirspurn um frestun á nauðungarsölum fasteigna, 138. löggjafarþing 2009-10, þingskjal 126 - 61. mál

  3. Ólína Þorvarðardóttir, Samfylkingu, fyrirspurn um nauðungarsölur og uppboðsbeiðnir, 139. löggjafarþing 2010-2011, þingskjal 137 - 39. mál

  4. Árni Páll Árnason, Samfylkingu, fyrirspurn um nauðungarsölur á fasteignum, 143. löggjafarþing 2013-14, þingskjal 1229 - 305. mál

  5. Jón Þór Ólafsson, Píratar, fyrirspurn um nauðungarsölur að kröfu Íbúðarlánasjóðs árin 2008-2015, 144. löggjafarþing 2014-15, þingskjal 1639 - 797. mál

  6. Birgitta Jónsdóttir, Píratar, fyrirspurn um fullnustugerðir og fjárnám árin 2008-2015, 145. löggjafarþing 2015-16, þingskjal 1007 - 521. mál

  7. Ólafur Ísleifsson, ýmist sem þingmaður Flokks fólksins eða Miðflokksins, hefur verið iðinn við að spyrjast fyrir um nauðungarsölur og gjaldþrot:

    - Fyrirspurn um nauðungarsölur og greiðsluaðlögun, 148. löggjafarþing 2017-18, þingskjal 1297 - 366. mál
    - Fyrirspurn um nauðungarsölur og gjaldþrotaskipti, 148. löggjafarþing 2017-18, þingskjal 1370 - 233. mál

    - Fyrirspurn um nauðungarsölur, fjárnám og gjaldþrotaskipti, 149. löggjafarþing 2018-19, þingskjal 1608 - 817. mál

    - Fyrirspurn um fullnustugerðir og skuldaskil einstaklinga, 149. löggjafarþing 2018-19, þingskjal 1638 - 818. mál
    - Fyrirspurn um fjárnám hjá einstaklingum, 150. löggjafarþing 2019-20, þingskjal 400 - 114. mál

  8. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, reyndi mikið að fá upplýsingar um kaupendur fullnustueigna ÍLS. Eftir langa mæðu fékkst loksins svar.

Svör við fyrirspurnum þingmanna um lán og skuldir:

  1. Helga Sigrún Harðardóttir, Framsókn, fyrirspurn um gengistryggð húsnæðislán, 136. löggjafarþing 2008-9, þingskjal 557 - 201. mál. Þetta er fyrsta fyrirspurnin um gengistryggð lán og mögulegar leiðir til úrlausna. Til svara var Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra.

  2. Eygló Harðardóttir, Framsókn, um mat nýju bankanna á eignasafni þeirra, 137. löggjafarþing 2009, þingskjal 213 - 115. mál. Til svara var Steingrímur J. Sigfússon og hann kom sér undan að svara með vísun til þess að fyrirspurnin félli ekki undir þær fyrirspurnir sem þingmenn hefðu rétt á að spyrja.

  3. Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsókn, um niðurfærslu skulda, 137. löggjafarþing 2009, þingskjal 319 - 142. mál. Gylfi Magnússon var til svara og sagðist ekki ætla að beita sér fyrir því að bankarnir notuðu afslætti til að lækka skuldir.

  4. Eygló Harðardóttir, Framsókn, um gengistryggðar og verðtryggðar eignir og skuldir bankanna, 137. löggjafarþing 2009, þingskjal 347 - 59. mál. Til svara var Steingrímur J. Sigfússon og hann kom sér undan að svara með vísun til þess að fyrirspurnin félli ekki undir þær fyrirspurnir sem þingmenn hefðu rétt á að spyrja.

  5. Eygló Harðardóttir, Framsókn, um lögfræðiálit um lögmæti gengistryggðra lána, 138. löggjafarþing 2009-2010, þingskjal 1151 - 416. mál. Gylfi Magnússon til svara og þetta er svarið sem að lokum kostaði hann ráðherrastólinn. Hann ákvað að greina ekki frá lögfræðiáliti sem ráðuneytið hafði fengið eða það sem ráðuneytisstjóri útbjó. Steingrímur var líka spurður og svar hans er að finna á þingskjali 1404 - 647. mál.

  6. Eygló Harðardóttir, Framsókn, reynir enn að kreista út úr Steingrími upplýsingar um gengistryggðar og verðtryggðar eignir og skuldir bankanna. Þessar upplýsingar var svo sem að fá á vef Seðlabanka Íslands, en Steingrímur kom sér að mestu undan að svara vísun til þess að fyrirspurnin félli ekki undir þær fyrirspurnir sem þingmenn hefðu rétt á að spyrja. 138. löggjafarþing 2009-2010, þingskjal 1250 - 41. mál

  7. Ásbjörn Óttarsson, Sjálfstæðisflokki, um afskriftir lána (við flutning frá gömlum bönkum til nýrra), 139. löggjafarþing 2010-2011, þingskjal 224 - 4. mál. Húsnæðislán keypt á að meðaltali 72% af kröfuvirði, fyrirtækjalán á 40% af kröfuvirði. Þrátt fyrir að lán fyrirtækja væru keypt á 40% af kröfuvirði, þá taldi Steingrímur að bankarnir gætu tapað 9% af bókfærðu virði! Þeir enduðu á að hagnast alveg gríðarlega á yfirteknum lánum.

  8. Frumvarp til laga um rannsókn á stöðu heimilanna. Ekki fyrirspurn eða svar, en mjög áhugavert frumvarp frá nánast öllum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins nema formanninum! Af þeim 15 sem stóðu að frumvarpinu eru fjórir enn þingmenn flokksins og þar af tveir ráðherrar. Merkilegt að flokkurinn skuli núna leggjast gegn rannsóknarskýrslu heimilanna, þegar hann studdi hana, þegar hann var í stjórnarandstöðu. Sýnir að pólitík er drulluslagur.

  9. Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, um fjármálafyrirtæki og endurútreikning erlendra lána, 139. löggjafarþing 2010-2011, þingskjal 1912 - 608. mál. (Veit ekki af hverju hann spyr um “erlend” lán, því gengistryggð lán voru íslensk lán.) Árni Páll fékk umboðsmann skuldara til að svara!

  10. Eygló Harðardóttir, Framsókn, spyr um endurútreikning gengistryggðra lána, 139. löggjafarþing 2010-2011, þingskjal 1913 - 713. mál. Áhugavert skjal, en enn áhugaverðara væri að fá að vita hvernig útreikningarnir í því voru framkvæmdir.

  11. Margrét Tryggvadóttir, Hreyfingunni, spyr um uppgjör gengistryggðra lána einstaklinga, 140. löggjafarþing 2011-2012, þingskjal 291 - 11. mál. Núna byrja menn fyrir alvöru að ljúga. Í svari til Helgu Sigrúnar (nr. 1 að ofan) var gefið upp að “erlend” íbúðalán væru að fjárhæð 107 milljarðar, en í svari til Margrétar er sagt að lánin hafi verið færð niður um 96,4 milljarða. Eigum við virkilega að trúa svona bulli?

  12. Margrét Tryggvadóttir, Hreyfingunni, spurði líka um uppgjör gengistryggðra lána fyrirtækja, 140. löggjafarþing 2011-2012, þingskjal 292 - 18. mál.

  13. Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokki, spurði um niðurfellingar af íbúðalánum, 140. löggjafarþing 2011-2012, þingskjal 894 - 475. mál. Svörin náðu til 110% leiðarinnar, sértækrar skuldaaðlögunar og gengistryggðra lána. Núna var búið að færa gengistryggð íbúðalán niður um 108 milljarða kr. eða 1 milljarði meira en staða lánanna var í svari Ástu Ragnheiðar til Helgu Sigrúnar.

  14. Eygló Harðardóttir, Framsókn, um áhrif dóma um gengistryggð lán, 140. löggjafarþing 2011-2012, þingskjal 1213 - 590. mál. Svar án innihalds.

  15. Eygló Harðardóttir, Framsókn, en ekki hver, um stöðu einstaklinga með lánsveð, 140. löggjafarþing 2011-2012, þingskjal 1246 - 594. mál. Sorglegt mál sem ég man ekki til að hafi fengist önnur niðurstaða í en að fólk þurfti að greiða.

  16. Eygló Harðardóttir, Framsókn, um áhrif ólögmætis gengistryggingar erlendra lána til heimilanna í bankakerfinu, 140. löggjafarþing 2011-2012, þingskjal 1481 - 581. mál. Einhver misskilningur er í þessu “gengistryggingar erlendra lána”, því erlend lán eru bara í erlendri mynt, en gengistryggð lán voru í krónum. Áhugaverð fyrirspurn og enn áhugaverðara svar, því það sýnir okkur allt var gert til að flækja málin og gefa ekki svör sem auðvelt væri að skilja.

  17. Eygló spurði líka um fyrirtækjalán, 140. löggjafarþing 2011-2012, þingskjal 1482 - 582. mál.

  18. Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki, endurflytur fyrirspurn Kristjáns Þórs (nr. 13) um niðurfærslu lána til almennings, 141. löggjafarþing 2012-2013, þingskjal 575 - 72. mál. Tölur eitthvað hækkað á milli ára.

  19. Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, um uppgreiðslur ólögmætra gengistryggðra lána hjá SPRON og Frjálsa, 141. löggjafarþing 2012-2013, þingskjal 890 - 507. mál. Hann fékk ekkert svar.

  20. Margrét Tryggvadóttir, Hreyfingunni, um neytendalán í eigu Seðlabanka Íslands og dótturfélaga, 141. löggjafarþing 2012-2013, þingskjal 1098 - 437. mál. Forvitnilegt á margan hátt, ekki síst að Seðlabankinn sé að innheimta af skuldabréfum til heimila landsins, þó það sé gert með því að setja innheimtuna í dótturfélag.

  21. Jón Þór Ólafsson, Píratar, um Fjármálaeftirlitið og starfsemi Dróma hf., 143. löggjafarþing 2013-2014, þingskjal 547 - 254. mál. Áhugaverðast í svarinu er annars vegar furðuleg túlkun á heimild Frjálsa fjárfestingarbankans til útlána í erlendri mynt og gengistryggt og hins vegar að viðurkennt er að Drómi hafi í fjölmörg ár brotið gegn lögum með því að stunda leyfisskylda innheimtustarfsemi án tilskilinna starfsheimilda. Þetta var bara talið minniháttar brot!

  22. Haraldur Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, spurði um afskriftir í fjármálakerfinu, 143. löggjafarþing, þingskjal 1132 - 323. mál. Í svarinu, sem er dæmigert ekki svar, kemur fram að uppgefnar afskriftir bankanna vegna heimilanna hafi verið 178,6 ma.kr. frá október 2008 til 30. september 2012 og 1.408,6 ma.kr. vegna lána til fyrirtækja. Þessar afskriftir koma nánast að engu leyti fram í reikningum bankanna þriggja og kemur ekki heim og saman við að bankarnir hafi hagnast um 400 milljarða eða svo á sama tíma. Til þess að bankarnir hefðu getað verið með afskriftir upp á hátt í 1.600 milljarða og síðan hagnað upp á 400 milljarða, þá hefði hagnaður fyrir afskriftir þurft að vera 2.000 milljarðar. Hvorki slíkan hagnað né afskriftartölur er að finna í reikningum bankanna. Þetta eru því ekki afskriftir hjá nýju bönkunum, heldur mismunur á kröfuvirði lánasafna í gömlu bönkunum og bókfærðu virði með afslætti í nýju bönkunum. Sem sagt stolnar fjaðrir.

  23. Steingrímur J. Sigfússon, VG, um málefni lánsveðshóps, 146. löggjafarþing 2016-2017, þingskjal 372 - 90. mál. Þessi fyrirspurn jaðrar við ósvífni. Maðurinn sem hunsaði lánsveðsfólkið meðan hann var innsti koppur í búri er að reka á eftir eftirmanni sínum að gera eitthvað í málinu. Það munar miklu að geta gert eitthvað og gera ekkert og vera hinum megin borðsins og egna aðra til þeirra verka sem maður gerði ekki sjálfur!