"Seðlabankinn er hvergi"

Nú er útlendingur búinn að segja það sem allir á Íslandi hafa hugsað frá því í vor:

Bloomberg hefur einnig eftir sérfræðingum í Lundúnum, að þeim þyki íslenski seðlabankinn vera aðgerðarlítill á sama tíma og seðlabankar í Bandaríkjunum og Evrópu dæla fé inn í fjármálakerfið til að aðstoða banka.

„Allir eru í raun að bíða eftir því að Seðlabankinn geri eitthvað," segir Beat Siegenthaler, sérfræðingur hjá TD Securities í Lundúnum. „Þetta er eini seðlabankinn í heiminum, sem ekki hefur gripið til aðgerða með einhverjum hætti til að styðja við fjármálakerfi sitt. Tilfinningin er sú núna, að hann sé hvergi, sé ekki nálægur."

Siegenthaler segir að gengislækkun krónunnar muni væntanlega leiða til þess að verðbólga verði 20% en verðbólgumarkmið seðlabankans sé 2,5%.  

„Margir miðlarar segjast aldrei hafa séð gjaldmiðil tapa jafn miklu á jafn stuttum tíma og án þess að seðlabankinn segi neitt eða reyni að grípa inn í með stuðningsaðgerðum," segir hann.

Ekki að ég sé vanur að fagna ummælum erlendra aðila, þar sem þeir fara ansi oft með fleipur.  Og ekki veit ég heldur hvort þetta sé málsmetandi maður með þekkingu á íslenska fjármálakerfinu.  En hvort Beat Siegenthaler er somebody eða nobody þá rataðist honum/henni rétt á munn í þessu tilfelli.  Þegar kemur að því að bregðast við falli krónunnar, þá hefur Seðlabankinn lítið gert og það sem hann hefur gert hefur frekar aukið á vandann en slegið á hann.

Ég sagði um daginn "Vakna þú mín Þyrnirós" og nú segi ég "VAKNAÐU, VAKNAÐU, ÞYRNIRÓS".

Fréttin sem bloggað var við:  Boðar aðgerðir til að auka lausafé