Hagnaður byggður á spá um framtíðargreiðsluflæði - Gengisdómar valda bankanum líklegast ekki neinum vanda

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 7.9.2010.

Áhugavert er að skoða árshlutareikning Íslandsbanka.  Samkvæmt því er hagnaður fyrstu 6 mánuði ársins 8.3 milljarðar króna.  Ákaflega góð tala að sjá og eilítið betri afkoma en fyrir ári.  Eða hvað?  Er afkoman eins góð og niðurstöðutalan segir til um?

Tveir liðir skera sig úr í rekstrarreikningi bankans.  Annar er það sem heitir á ensku "Income due to revised estimated future cash flows from loans" eða "tekjur vegna endurmats á framtíðargreiðsluflæði af lánum", hinn heitir á ensku "Net impairment losses" eða "Nettótap vegna virðisrýrnunar" og er þá vísað til virðisrýrnunar eigna, m.a. lánasafna. Fyrri liðurinn er upp á 23,9 milljarða sem er nær allt tilkomið á tímabilinu frá 1.4. - 30.6., þ.e. á þessu tímabili hefur virði framtíðargreiðsluflæðisins aukist um tæplega 24 milljarða af ástæðum sem ekki er greint frá.  Á sama tíma í fyrra var upphæðin 2,3 milljarðar eða innan við 10%.  Ég sá ekki í snöggri yfirferð neina skýringu á því hvaða forsendur voru gefnar fyrir endurmatinu á greiðsluflæðinu eða hvers vegna upphæðin er tífalt hærri í ár en í fyrra.  Virðisrýrnunin var 11,4 milljarðar á síðasta ári, en er metin 21,9 milljarðar á þessu ári og er nokkuð góð skýring gefin á því í skýringum.

Fyrir mér líta þessar tölur um endurmat á greiðsluflæði og síðan um virðisrýrnunina þannig út, að um hreina spádóma sé að ræða.  Forsendur fyrir þessum tölum eru a.m.k. ákaflega á reiki, þegar t.d. er haft í huga óvissan varðandi vexti áður gengistryggðra lána.  Ég get svo sem ekkert sagt til um framtíðargreiðsluflæðið meðan ég hef ekki forsendur útreikninganna og sama er að segja um virðisrýrnunina, en þessar tölur þurfa ekki að breytast mikið í "vitlausa" átt til að 8,3 milljarða hagnaðurinn er orðinn að engu eða jafnvel vænu tapi.

Annað sem vekur athygli mína í árshlutauppgjörinu er um gjaldeyrisjöfnuð bankans.  Ég fæ ekki betur séð en að bankinn brjóti gróflega gegn reglum Seðlabankans um gjaldeyrisjöfnuð NEMA að bankinn telji 134 milljarða af 287 milljörðum í gengisbundnum lánum (þ.e. gengistryggð lán eða lán í erlendum gjaldmiðli) vera lán í íslenskum krónum (þ.e. falla undir fordæmisgildi dóma Hæstaréttar frá 16. júní sl.).  Áhugavert er að sjá, að bankinn er ekki með erlendar skuldbindingar/fjármögnun bak við stóran hluta gengisbundinna útlána.  Vissulega kemur ekki fram á hvaða virði bankinn er að innheimta gengisbundin lán.  Af þeim sökum er lífsins ómögulegt að sjá hvort og þá hve mikið bankinn mun tapa ef skipta þarf lánunum yfir í íslenskar krónur miðað við upprunalegan höfuðstól.

Í skýringu 36 með árshlutareikningnum er þó ýmislegt áhugavert að sjá um þetta.  Vil ég til að byrja með vekja athygli annarra fjármálastofnana á eftirfarandi texta:

Earlier this year the Supreme Court ruled that certain types of FX contracts should be considered as ISK loans and the principal could not be linked to foreign currencies.

eða á okkar ástkæra ylhýra:

Fyrr á þessu ári úrskurðaði Hæstiréttur að tilteknin gengislán ætti að líta á sem íslensk krónu lán og höfuðstólinn mætti ekki tengja við erlenda gjaldmiðla.

Bankinn segist hafa metið áhrifin af gengisdómum Hæstaréttar á eigið fé bankans gæti numið 0 - 8 milljörðum eftir því hvaða vextir verið ákvarðaðir.  Þó setur bankinn þann varnagla að ef öll gengislán bankans yrðu dæmd ólögleg, þá væri höggið á bilinu 4 - 55 milljarðar.  Hér er það sem segir um þetta í árshlutauppgjöri bankans:

The Bank has reviewed its loan contracts and made assumptions as to the possible financial effect of the pending lawsuits. The total book value of the Bank’s foreign currency loan and leasing contracts is ISK 217 billion. The Bank estimates that about ISK 21 billion, or approximately 10%, of the foreign currency loan portfolio is at risk due to the Supreme Court ruling in June. The Bank has estimated that the resulting negative impact on the Bank’s equity would be in the range of ISK 0-8 billion depending on the interest rate used when calculating the resulting claim. Direct repayments to customers for these contracts would be in the range of ISK 5.0-8.5 billion. The Bank has a reserve for the higher amount and this is fully reflected in the financial statements.

The Bank has also made an impact assessment of the overall foreign currency loan and leasing contracts of ISK 217 billion, in the unlikely event that all of the Bank’s foreign currency loan contracts were to be deemed illegal. In this case, the total impact on the Bank’s equity would be in the range of ISK 4-55 billion. The lower end of the range refers to the case where Central Bank rates would be applied to the resulting claim, in line with the ruling of the District Court of Reykjavik described above, while the upper end of the range refers to the case of foreign currency interest rates being applied to the resulting ISK claims. Direct repayment to customers could be in the range of ISK 17-34 billion based on the same assumptions for the resulting interest rates. In all cases listed above, the Bank’s total capital ratio would remain above 12%.

Því miður þá kýs Birna Einarsdóttir að tjá sig bara um þessa ólíklegu svörtustu sviðsmynd, en ekki þá sem bankinn telur líklegasta.

Niðurstaðan er að vissulega sé mikið undir hjá bankanum varðandi gengisbundin lán, en höfum í huga að bankinn fékk 47% afslátt af lánasöfnunum og sé 217 milljarðar tala með 47% afslætti, þá var upphaflegt virði 409 milljarðar.  Mætti halda að bankinn hafi borð fyrir báru ef þetta er rétt tala.  Þá má benda á, að bankinn hefur þegar fært háar upphæðir á virðisrýrnunarreikning.  Á fyrri árshelmingi þessa árs voru tæpir 22 milljarðar færðir til virðisrýrnunar á lánasöfnum og rúmlega 10 milljarðar í á sama tíma í fyrra.  Bankinn er því búinn að leggja til hliðar dágóða upphæð vegna líklegrar virðisrýrnunar á útlánum sínum.  Hversu oft ætli hægt sé að tapa sama peningnum?

En vangaveltur mínar í upphafi voru hvort 8,3 milljarða hagnaður bankans væri skotheld tala.  Ég held ekki.  Ég held að allt of mikil óvissa sé í kringum fjölmörg atriði í rekstri bankans til að fullyrða að hagnaður hans sé í raun og veru 8,3 milljarðar.  Þessi tala er mat á líklegri stöðu, en ekki þarf mikið að breytast til þess að það mat fjúki út í buskan.  Niðurstaðan getur svo sem hvor tveggja endaði í mun meiri hagnaði eða þess vegna tapi.  Það mun framtíðin ein leiða í ljós, þ.e. hvert verður raunverulegt greiðsluflæði af útlánum bankans og hver verður virðisrýrnunin í raun og veru.