Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 2.2.2011. Efnisflokkur: Stjórnmál
Maður verður sífellt meira bit á undirlægjuhætti stjórnvalda gagnvart svikastarfsemi. Hvenær á þessu að ljúka? Fjármálaráðherra hefur samkvæmt ráðgjöf Fjármálaeftirlits og embættismanna lagt milljarða tugi í fjármálafyrirtæki sem rænd voru innan frá af stjórnendum sínum og eigendum.
Read more
Í íslenskum lögum eru skýr ákvæði um framkvæmd kosninga. Hæstiréttur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að kosningarnar til stjórnlagaþings hafi ekki uppfyllt þessar kröfur í nokkrum atriðum. Ég fæ ekki betur séð en að þeir annmarkar sem Hæstiréttur nefnir séu allir hræðilega klaufalegir og gjörsamlega óþarfir…
Read more
Já, það var 25. janúar 1961 að ég kom í heiminn. Hálf öld er liðin og fátt líkt með þessum tveimur tímum. Eitt virðist vera við það sama, ég er einhvern veginn alltaf á undan tímanum. Ég átti nefnilega ekki að fæðst fyrr en þremur vikum síðar. Mamma segir að þetta hafi verið í eina skiptið sem ég hafi flýtt mér alla mína æsku…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 21.1.2011. Efnisflokkur: Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd
Ólíkt kollegum mínum, sem ræddu við Morgunblaðið, þá þori ég að koma fram undir nafni í uppfjöllun minni um meinta njósnatölvu í húsakynnum Alþingis. Ég sendi raunar bréf á þinghóp Hreyfingarinnar í gærkvöldi, þar sem ég setti fram mínar vangaveltur um hvernig umrædd vél var notuð.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 21.1.2011. Efnisflokkur: Dómstólar
Föstudaginn 12. febrúar 2010 gerðist héraðsdómari svo djarfur að dæma fjármálafyrirtæki í óhag og óbreyttum almúganum í hag. Þessi dagur er í minnum hafður, þar sem í fyrsta skipti frá hruni eygði almenningur eitthvert réttlæti. Rúmlega 7 mánuðum síðar var Hæstiréttur búinn að rústa þeirri von.
Read more
Betur og betur kemur í ljós, að stórir hópar almennra lántaka og lítilla fjárfesta voru hafðir að ginningarfíflum í undanfara gjaldeyris- og bankahrunsins. Fólk var ginnt til að leggja peninga í peningamarkaðssjóði, logið var að því um öryggi skuldabréfa, otað var skipulega að fólki gengisbundnum lánum, lögð fram gögn byggð á uppskálduðum upplýsingum um stöðu fjármálafyrirtækja til að fá það til að taka þátt í stofnfjáraukningu sparisjóða og svona mætti halda lengi áfram…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 17.1.2011. Efnisflokkur: Skuldaúrræði
Ákaflega er það þægileg tilviljun, að þessi dómur sé birtur í dag. Hann ætti að vera olía á eld mótmælenda við Alþingishúsið.
Ég spyr bara: Er þetta það sem koma skal? Bankarnir lögðu hagkerfið á hliðina. Bankarnir tóku stöðu gegn viðskiptavinum sínum, en bera enga ábyrgð á því.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 17.1.2011. Efnisflokkur: Svindl og svik, Nýir bankar
Jóhanna Sigurðardóttir getur stundum verið með ólíkindum. Hún er búin að vera í fararbroddi vinnu sem tryggja á fjármálafyrirtækjum rétt til að eignast allar eignir almennings. Þá mátti skipta sér af ferlinu og um að gera að hlusta ekki á fulltrúa almennings.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 12.1.2011. Efnisflokkur: Icesave
Ég get ekki annað en furðað mig á niðurstöðu þessarar skoðanakönnunar. 47% þeirra sem gefa svar segjast vilja samþykkja Icesave samninginn, en þó segjast aðeins 17% þekkja innihald samningsins. Er ekki allt í lagi?
Read more
Merkilegt er að lesa þessa umfjöllun Morgunblaðsins og raunar Fréttatímans og DV. Hér er blaðamannastéttin að verja sjálfa sig og rétt sinn til að brjóta á friðhelgi einkalífsins. Þær reglur hér á landi sem ganga að ég best veit lengst í því að krefja opinbera aðila um að gefa upp fjárhagsleg tengsl sín eru reglur Alþingis um hagsmunatengsl þingmanna…
Read more
Lýsing er að bregðast við úrskurði Neytendastofu á sama hátt og Hæstiréttur gerði. Rétturinn velti því ekkert fyrir sér að fjármálafyrirtækin hafi brotið lög heldur hvernig væri hægt að bæta þeim upp tekjumissinn af lögbrotinu. Hæstarétti tókst að gera það sjálfgefið að svína eigi á neytendum…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 3.1.2011. Efnisflokkur: Bankahrun
Hún er áhugaverð fréttaskýringin í DV um arðgreiðslur úr nokkrum þekktum fyrirtækjum vegna rekstraráranna 2006 og 2007. Eftirfarandi fyrirtæki eru skoðuð:
FL Group: Hagnaður 2006 kr. 44,6 milljarðar, arður 15 milljarðar
Exista: Hagnaður 2006 kr. 37,4 milljarðar, arður 10,9 milljarðar
Read more
Mikið hlýtur Kaupþing að hafa staðið vel. Með nokkurra daga millibili ákveður stjórn bankans að lána vildarviðskiptavinum 450 milljarða kr. og síðan að aflétta ábyrgðum starfsmanna á lánum vegna hlutabréfakaupa. Inni í 450 milljörðunum er sagður vera fyrirframgreiddur arður upp á 50 milljónir dala til Mohamed Bin Khalifa Al Thani…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 2.1.2011. Efnisflokkur: Neytendamál
Ég verð að viðurkenna, að mér kemur þetta nákvæmlega ekkert á óvart. Hér er enn eitt dæmið um það að neytendavernd er besta falli til í skötulíki hér á landi. Hvernig í ósköpunum getur einstaklingur sem er tryggður gegn slysum samkvæmt (að ég reikna með) kjarasamningi átt að bera ábyrgð á því hvort fyrirtækið sem hann vinnur hjá er í skilum eða ekki?
Read more