Athugasemd um innheimtu

Athugasemdin birtist við færsluna Áhrif tillagna HH á lífeyrissjóðina, sem var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 9.10.2010.

Sæll Marinó,

Alveg sammála hvað varðar kröfur og rétt kröfuhafa, sem nær hreinlega út yfir gröf og dauða á Íslandi!  Það þarf líka að vera einhverskonar þak á því hvað er hægt að leggja á þessar kröfur af innheimtuaðilum.  Mig rekur minni í eitthvað sem ég missti í innheimtu þar sem höfuðstóll var rétt um eða innan við 10 þúsund.  Krafan frá lögfræðistofunni hljóðaði upp á eitthvað um 45 þúsund með áföllnum vöxtum, dráttarvöxtum, lögfræðikostnaði, pappírskostnaði, póstkostnaði og hver veit hvað.  Það bara nær ekki nokkurri einustu átt að krafa geti fjór- eða fimmfaldast við það eitt að vera send í innheimtu!  Rakst á þessa síðu á vef sýslumanna um fjárnám:  http://www.syslumenn.is/allir/fullnustugerdir/adfarargerdir  Þarna kemur vel fram hversu gífurlega sterkur réttur kröfuhafa er.  Hjó sérstaklega eftir þessu:

"Ef gerðarþoli mætir ekki í fyrirtöku vegna fjárnáms?
Mæti gerðarþoli ekki við fyrirtöku fjárnámsbeiðnar þrátt fyrir boðun er samt sem áður unnt að gera fjárnám í eignum hans ef einhverjar eru. Eigi gerðarþoli ekki eignir eru tveir möguleikar. Annars vegar að gerðarþoli sé boðaður aftur til sýslumanns með aðstoð lögreglu. Lögreglu er skylt að veita sýslumanni atbeina sinn við að boða gerðarþola til gerðarinnar eða færa hann til hennar ef boðun er ekki sinnt skv. 3. mgr. 24. gr. laga 90/1989. Hins vegar getur sýslumaður farið ásamt gerðarbeiðanda eða lögmanni hans og reynt að hitta gerðarþola fyrir á heimili hans eða annars staðar sem líklegt er að hann hittist fyrir."

Þetta er hreinlega ekki eðlilegur framgangur og að mínu mati bara nær engri einustu átt á 21. öld!  NB að fjárnámskröfur geta verið fáránlega lágar!  Man að pabbi gamli var boðaður vegna fjárnáms einhverntíma á níunda áratugnum venga 21 krónu skuldar við ríkistútvarpið;)  Kannski var það eitthvað meira, man það ekki, en fáránleikinn var algjör! 

Ég rakst á þennan link þegar ég var að skoða "Collection Agencies" á google:  http://www.ftc.gov/bcp/edu/pubs/consumer/credit/cre18.shtm

(google leit: http://www.google.com/search?hl=en&source=hp&biw=1250&bih=535&q=collection+agencies&aq=1&aqi=g10&aql=&oq=collection&gs_rfai=CTUTVXnOxTL6SHqGYoATt9cDJDQAAAKoEBU_QMMfP)

Hérna er það svo að þessar "Collection Agencies" fyrirtæki taka að sér innheimtu krafna gegn gjaldi - föstu eða prósentu.  Þessar stofnanir eru ekki endilega lögfræðistofur og lúta nokkuð ströngum reglum (sjá link að ofan).  Ef þær geta ekki innheimt þá geta þær, eða skuldareigandi, ákveðið að fara með skuldina fyrir dóm til að reyna að fá skuldina greidda.  Það er svo niðurstaða dómsins sem sker úr um hvað framhaldið er.  Hérna er linkur á Wikipedia um lög um "Fair Dept Collection Practices":  http://en.wikipedia.org/wiki/Fair_Debt_Collection_Practices_Act

Hér er linkur á "Collection Agencies Services":  http://www.collectionagencyservices.net/ og FAQ á http://www.cardreport.com/credit-problems/collection-faq.html

Munurinn held ég að felist aðallega í því hér þarf DÓM til þess að hægt sé að ganga að eigum.  Þ.e. skuldareigandi (sem getur verið upphaflegur skuldareigandi eða innheimtuaðili, en þeir kaupa stundum skuldir af upprunalega skuldareigandanum) þarf að hafa höfðað innheimtumál fyrir dómstóli og UNNIÐ það mál áður en hægt er að ganga að einu eða neinu hjá skuldaranum.  Jafnvel eftir það, þá eru undantekningar á því hvað er hægt að ganga að, sem ég held að komi fram FTC síðunni að ofan. 

Það er svolítið skrítið að hér í USA þar sem manni finnst einhvernvegin að neytendaréttur ætti að vera lægra settur en á Íslandi, þá virðist sem að það sé alveg þveröfugt! 

Hér erum við að tala eingöngu um skuldir sem verða til vegna kaupa.  Skuldir til opinberra aðila hér geta sætt ströngum viðurlögum og refsingu.  Ég veit t.d. að skuldir vegna barnameðlaga í Texas, ef þær eru í vanskilum í 6 mánuði eða meira, eða ekki er samið með einhverjum hætti á 6 mánaða fresti, þá á viðkomandi yfir höfði sér fangelsisdóm, sem er á alríkissviði svo það hjálpar ekki viðkomandi að flytjast útfyrir Texas.  Það sem meira er að í Texas er fangelsisdómur fyrir skuld á meðlagi talið til hegningarlagabrota (e. felony - held það geti þýtt hengingarlög, ekki alveg með þessar skilgreiningar á hreinu enda ekki lögfræðimenntaður;)  og getur því haft áhrif á viðkomandi alla æfi, t.d. með tilliti til vinnu (þeir sem hafa dóma fyrir hegningarlagabrot geta t.d. ekki sótt um störf sem kennarar)  Bara það að lenda í vanskilum með meðlög í Texas þýðir að þeir hirða ökuskírteinið af viðkomandi!  Skattheimtan (IRS) er heldur ekki þekkt fyrir að hafa nokkurn einasta húmor gagnvart skuldurum;) 

Þú fyrirgefur að þetta varð í lengra lagi hjá mér!  Mér finnst það afskaplega sérkennilegt að hér þar sem "peningar ráða öllu", þá virðist  lagalega vera meiri virðing fyrir skuldurum hér heldur en á Íslandi! 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 10.10.2010 kl. 08:56