Eignarhaldsfélög og fasteignafélög fá 380 ma.kr. afskriftir - Önnur rekstrarfélög og einstaklingar rúmlega 120 ma.kr.

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 5.9.2011. Efnisflokkur: Afskritir, Svindl og svik

Greinilegt er hvert afskriftirnar runnu árin 2009 og 2010.  Þær fóru til gjaldþrota eignarhaldsfélaga af stærstum hluta.  Einstaklingar fá innan við 6,5% af afskriftum til þeirra sem tóku lán fyrir hlutabréfum og öðrum fjárfestingum í eiganarhaldsfélögum (heitir Annað) í svari ráðherra og innan við 4,5% af heildarafskriftum. 

Read more

Vörslusviptingar og dómar Hæstaréttar 16/6/2010

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 2.9.2011. Efnisflokkur: Dómstólar

Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, skrifar pistil á Pressunni um vörslusviptingar.  Þar fer hann yfir að það sé réttur fjármögnunarleigu að vörslusvipta umráðamann bifreiðar bifreiðinni ef vanefndir verða á samningi.  Ég ætla ekki að ræða um allt sem Brynjar fjallar um en verð þó að ræða tvö atriði. 

Read more

Hver er lögmætur eigandi láns?

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 31.8.2011. Efnisflokkur: Kröfuréttur

Samkvæmt mínum upplýsingum var aðgerðum hætt við Breiðagerði eftir að íbúar báru fyrir sig að gerðarbeiðandi væri líklega ekki lögmætur eigandi lánsins sem ágreiningurinn stóð um.  (Kemur sé ég fram í frétt RÚV um málið.)  Málinu verður nú vísað til fyrirtöku hjá úrskurðarnefndar Fjármálaeftirlitsins og mjög líklega eftir það til dómstóla.

Read more

Fjármálafyrirtækin viðurkenna að hafa reynt að hafa a.m.k. 120 ma.kr. ólöglega af heimilunum

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 31.8.2011. Efnisflokkur: Afskriftir, Svindl og svik.

Samtök fjármálafyrirtækja segja að lán heimilanna hafi verið færð niður um 143.9 milljarða króna frá bankahruni.  Þetta kemur fram í frétt á mbl.is.  Flott, ef satt væri!  Það er rétt að lánin hafa lækkað sem þessu nemur, en 119,6 milljarðar af þessari tölu er ekki vegna góðmennsku fjármálafyrirtækjanna heldur vegna þess að þau voru staðin að lögbroti.

Read more

Almenningur ber skaðann af óheiðarleika, vanhæfi og spillingu fjármálafyrirtækja

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 27.8.2011. Efnisflokkur: Skuldamál heimilanna, Samantekt

Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um kvörtun Hagsmunasamtaka heimilanna vegna mismununar fjármálafyrirtækjanna við úrlausn mála samkvæmt 110% leiðinni.  Eyjan fjallar um málið og eins og venjulega spretta þar fram einstaklingar, sem verja lögbrot, fjárglæfri, svik og pretti hrunbankanna.

Read more

Er innbyggð villa í útreikningi verðtryggðra lána?

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 25.8.2011. Efnisflokkur: Verðtrygging

Hagsmunasamtök heimilanna sendu í sumar kvörtun til umboðsmanns Alþingis, þar sem gerð var athugasemd við að reikniaðferð verðtryggðra lána ætti ekki lagastoð.  Þá er vísað til þess, að í lögum nr. 38/2001 er eingöngu talað um að verðbæta megi greiðslur, en ekkert talað um verðbætur á höfuðstól. 

Read more

Verðtryggingin ekki ólögleg samkvæmt íslenskum lögum - en aðferðin hugsanlega

Einhvers misskilnings virðist gæta varðandi kvörtun Hagsmunasamtaka heimilanna til umboðsmanns Alþingis.  Samtökin eru að kvarta undan þeirri aðferðafræði að bæta verðbótum ofan á höfuðstól lánsins, en samkvæmt lögfræðiáliti sem samtökin hafa í höndunum (og eru raunar búin að hafa í höndunum frá því í janúar) þá heimila ákvæði laga það ekki heldur eingöngu að greiðslur séu verðbættar…

Read more

Fölsun upplýsinga heldur áfram

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 17.8.2011. Efnisflokkur: Nýir bankar, Afskriftir, Lánasöfn

Ég er búinn að vekja athygli á þessu áður og sé mig knúinn til að endurtaka það hér:

Fjármálafyrirtækin sendu rangar upplýsingar til ríkisskattstjóra um stöðu áður gengistryggðra lána heimilanna vegna framtals þess árs.  Lánin voru ennþá reiknuð sem gengistryggð þrátt fyrir dóma Hæstaréttar frá 16. júní 2010. 

Read more

Fer verðtryggingin sömu leið og gengistryggingin og verður dæmd ólögleg?

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 16.8.2011. Efnisflokkur: Verðtrygging

Stjórnvöldum og fjármálafyrirtækjum var boðinn góður kostur í janúar 2009.  Að færa höfuðstól og greiðslubyrði húsnæðislána niður í þá stöðu sem hún var í ársbyrjun 2008 að viðbættum 4% verðbótum.  Þessu var hafnað af yfirgengilegum hroka.  Ekki þótti ástæða til að ræða þessa heimskulegu tillögu Hagsmunasamtaka heimilanna, enda litu fjármálafyrirtækin svo á að hægt væri að hunsa samtökin.

Read more

Ábyrgð fylgir vegsemd hverri

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 13.8.2011. Efnisflokkur: Bankahrun

Gunnar Andersen, forstjóri FME, ber fyrir sig að hann hafi verið uppfylling í tvær stjórnir sem hann sat í á árunum 2001 - 2002 fyrir hönd Landsbanka Íslands hf.  Þar sem hann hafi verið uppfyllingarefni, þá beri hann enga ábyrgð og sé stikkfrí vegna þess sem þar fór fram.  Samt ljáði hann samþykktum undirskrift sína.  Samþykktum sem sæta núna gagnrýni. 

Read more

Spár Hagsmunasamtaka heimilanna ganga eftir

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 13.8.2011. Efnisflokkur: Skuldamál heimilanna

Mér þykir leitt, en ég verð að segja það:

Við sögðum að þetta myndi gerast.

Flumbrugangur stjórnvalda hefur gert það að verkum, að þúsundir heimila munu missa eignir sínar á nauðungarsölu og einstaklingarnir sjálfir fara í gjaldþrot.

Read more

Eftirlit með lyfjum en ekki fjárglæfrum bankanna

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 11.8.2011. Efnisflokkur: Bankahrun, Bankaeftirlit

Skoðum þessa frétt, sem var fyrsta frétt Sjónvarpsins í kvöld:

Karlmaður um þrítugt hefur verið ákærður fyrir að hafa svikið út úr heimilislækni um 1.500 töflur af morfínskyldum lyfjum á sex mánaða tímabili. Þetta kom fram í fréttum RÚV. 

 Ímyndum okkur nú að fréttin hafi verið svona:

Read more

Niðurgreiðslur, beingreiðslur og styrkir til landbúnaðar - tilgangur, áhrif og líkar aðgerðir

Öðru hvoru rís upp umræða um að landbúnaður og bændur séu einhvers konar afætur á þjóðfélaginu vegna niðurgreiðslna, beingreiðslna og styrkja sem bændur fá frá ríkinu.  Horfa menn þá til upphæðarinnar sem rennur til bænda, en hún mun vera um 10 ma.kr. á þessu ári, og segja hana vera til vitnis um að þennan afætuhátt…

Read more

Skilningsleysi ofurlaunamanna á samfélagslegum ójöfnuði - Hegðun óeirðaskeggja sem minnir á tölvuleik

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 9.8.2011. Efnisflokkur: Ójöfnuður

Forvitnilegt er að lesa ummæli þessara þriggja ofurlaunamanna um ástandið hjá almúganum í Bretlandi.  Eins og þeir hafi ekki séð svona hluti gerast áður.  Ástandið meðal minnihlutahópa í Bretlandi er og hefur verið eldfimt um mjög langt skeið.  Atvinnuleysi er umtalsvert og í sumum fjölskyldum hafa margar kynslóðir aldrei kynnst því að hafa vinnu.  Þó þessar óeirðir virðist vera sprottnar upp úr engu, þá hefur það einmitt sýnt sig í gegn um tíðina að oft veldur lítill neisti miklu báli.

Read more

Saga Maríu Jónsdóttur

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 7.8.2011. Efnisflokkur: Skuldamál heimilanna, Nýir bankar

Fyrir réttum hálfum mánuði skrifaði ég færsluna Draga fjármálafyrirtæki samninga á langinn svo þau geti innheimt hærri vexti og kostnað? um heldur vafasamar aðferðir fjármálafyrirtækja við að draga samninga og uppgjör eins mikið á langinn og hægt er í þeim vafasama tilgangi (að mér virðist) til að geta mjólkað aðeins fleiri krónur út úr viðskiptavininum. 

Read more

Einkaframkvæmd er lántaka

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 3.8.2011. Efnisflokkur: Ríkisfjármál

Ég skil ekki þennan orðaleik að það minnki skuldbindingar ríkissjóðs (eða sveitarfélaga) að setja framkvæmdir í einkaframkvæmd.  Í frétt í Fréttablaðinu, sem mbl.is vitnar til, þá er því haldið fram að forsætisráðherra telji of dýrt fyrir ríkið að taka lán og betra sé að fara í einkaframkvæmd. 

Read more