Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 27.7.2011. Efnisflokkur: Alþjóðamál
Ástandið í fjármálaheiminum er að verða sífellt ískyggilegri. Eftir því sem fleiri bankar og lönd festast í vef fjármálakreppunnar, þá reyna fjármagnseigendur og þá sérstaklega vogunarsjóðir að bjarga því sem bjargað verður í eignasöfnum sínum. Því miður virðist margt benda til þess að leikurinn sé tapaður og leikflétturnar leið margar hverjar til þess að ástandið versni frekar en að það batni.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 26.7.2011. Efnisflokkur: Skuldamál heimilanna
Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, er í stuttu viðtali við Morgunblaðið í dag. Í viðtalinu er m.a. vikið að þeim upplýsingum að skuldir heimilanna hafi lækkað um heila 14,4 ma.kr. milli upplýsinga í skattframtölum 2011 og 2010. Já, þetta eru heilir 14,4 ma.kr. þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt gengistrygginguna vera ólöglega verðtryggingu um mitt sl. ár.
Read more
Ég hef nokkur dæmi fyrir framan mig um óeðlilegan drátt fjármálafyrirtækja við að ganga til eða ganga frá samningum við viðskiptavini sína. Lengst hafa liðið meira en tvö ár frá því að fyrirtæki óskaði eftir samningum, þar til fjármálafyrirtækinu þóknaðist að ljúka þeim. Að sjálfsögðu krafist fjármálafyrirtæki fullra vaxta og kostnaðar fyrir það tímabil sem fjármálafyrirtækið tók sér aukalega…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 21.7.2011. Efnisflokkur: Gengistrygging, Dómstólar
Ég var spurður að því um daginn hvort að útgáfa og innheimta fjármálafyrirtækja á gengistryggðum lánum gæti hafa verið refsiverð athöfn. Vísaði viðkomandi þá sérstaklega til 264. gr. laga nr. 19/1940 almennra hegningarlaga. Þar sem mér finnst eðlilegt að svara fyrirspurnum sem til mín berast (þó það dragist stundum og gleymist líka oft), þá lagðist ég í smá rannsókn á þessu máli.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 18.7.2011. Efnisflokkur: Samantekt
Kaþólskir trúa (trúðu) því að sálir óskírðra barna fari til Limbó meðan verið væri að ákveða hvort þær enda í hreinsunareldinum eða á betri stað. Sama á við um þá sem höfðu syndgað, en dóu í sátt við guð. Þeir einir fara á betri staðinn sem fengið hafa fyrirgefningu synda sinna hjá Kristi, en hinir enda í helvíti. Limbó er það sem einnig er kallaður forgarður helvítis.
Read more
Væri það ekki draumur í dós, ef íslenskum húsnæðiskaupendum byðust verðtryggð húsnæðislán með 0,5 - 1,5% vöxtum ofan á verðtryggingu? Þetta er veruleikinn í Ísrael…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 30.6.2011. Efnisflokkur: Dómstólar, Kröfuréttur
Héraðsdómur Suðurlands kvað upp úrskurð um vexti áður gengistryggðra lána núna fyrir helgi. Rökstuðningur dómarans var að þar sem lögum hefði verið breytt í desember væri hægt að hunsa stjórnarskrána, neytendavernd, evrópulöggjöf, samningalög og ég veit ekki hvað. Vegna hinna nýju laga, þá væru allar kvittanir ógildar allt að 10 ár aftur í tímann og fullnaðaruppgjör væri bara einhver pappírssnepill sem hefði ekkert að segja.
Read more
Vegna umræðu um rammaáætlun um virkjanir langar mig að velta upp tveimur spurningum…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 11.6.2011. Efnisflokkur: Nýir bankar, Kröfuréttur
Eftir því sem ég best veit hafa á annan tug mála vegna gengistryggðra lánasamninga farið fyrir Hæstarétt og a.m.k. á þriðja tug fyrir héraðsdóma landsins. Niðurstaða er fengin úr fjölmörgum þeirra og allar hafa þær fallið lántökum í hag, þ.e. lánaformin innihalda ólöglega gengistryggingu.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 10.6.2011. Efnisflokkur: Svindl og svik, Nýir bankar
Í umræðum á Alþingi um daginn varð þingmönnum tíðrætt um hina illu vogunarsjóði. Eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær og yfirlýsingu Landsbankans í fjölfar dómsins finnst mér rétt að árétta það sem fram kom í skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn bankanna og ég fjallaði um í færslunni Afslættir sem bankarnir fengu á lánasöfnum heimila og fyrirtækja hinn 26. maí sl.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 10.6.2011. Efnisflokkur: Svindl og svik
Athygli mín var vakin á því í dag, að annar af sérfræðingu Raunvísindastofnunar sem vann fyrir umboðsmann skuldara að úttekt á endurútreikningum fjármálafyrirtækja, veitti einu fjármálafyrirtæki ráðgjöf um hvernig standa ætti að útreikningunum. Hann var sem sagt að taka út eigin vinnu. Hvers konar bull er þetta? Hefur fólk enga sómakennd?
Read more
Ég er bæði hissa og ekki yfir niðurstöðu Hæstaréttar í dag. Fyrst og fremst er ég þó hissa að dómur sé kominn 3 dögum eftir að málflutningi lauk…
Read more
Ýmislegt skemmtilegt er til í íslensku lagasafni. Sum lög eru t.d. öðrum lífseigari og þar eru lífseigust allra lög frá 1275 Kristinréttur Árna biskups Þorlákssonar. Í þjóðlendumálum hafa menn síðan gjarnan vitnað til Jónsbókar frá 1281. Um ferminguna eða "uppvaxandi upgdómsins confirmation" er getið í konungstilskipun frá 1736 og aftur í tilskipun frá 1759. Allt er þetta mismikilvægt og þannig á líka við um tilskipun frá 9. febrúar 1798 um áritun afborgana á skuldabréf…
Read more
Þekking nútímamannsins um landnám Íslands er byggð á tveimur ritum, þ.e. Landnámu og Íslendingabók. Báðar þessar bækur eru ritaðar á fyrri hluta tólftu aldar eða hátt í 250 árum eftir að fyrstu norrænu menn áttu að hafa numið hér land. Menn hafa hingað til treyst þessum ritum, þar sem í ljós hefur komið að byggð hefur með sannið verið þar sem höfundar ritanna sögðu að byggð hefði verið. Sem slík hafa ritin reynst mjög góð heimild um það sem gerðist eftir ákveðinn tíma…
Read more
Morgunblaðið fjallar í dag um gjörbreyttar upplýsingar um erlendar skuldir þjóðarbúsins. Seðlabanki Íslands gaf í vikunni út ársfjórðungslegar upplýsingar um erlenda stöðu þjóðarbúsins og er óhætt að segja að heldur líti þetta verr út en áður…
Read more
Ég hef verið að hlusta á varnarræður stjórnarliða fyrir hönd kröfuhafa gömlu bankanna, en þær voru fluttar á Alþingi í morgun. Mikil er skömm þess fólks, sem tekur hagsmuni ímyndaðra kröfuhafa gjaldþrota banka umfram hagsmuni þjóðarinnar. Heldur var hún lítilsigld afsökunin að kröfuhafar eigi meiri rétt en svipubarinn almenningur. Þetta heitir að selja sál sína skrattanum…
Read more
Þær hrúgast inn skýrslurnar og skjölin þessa daganna, sem styðja við fullyrðingar okkar sem staðið hafa í fararbroddi í fyrir hagsmunum heimilanna eftir hrun. Rit Seðlabanka Íslands Fjármálastöðugleiki 2011-1, sem kom út í dag, dregur þar ekkert undan og "kjaftar frá" fleiri atriðum sem bankarnir vilja ekki að við vitum…
Read more
Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur svarað fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar um tap [fjármála]fyrirtækja vegna gjaldþrota eða afskrifta hjá fyrirtækjum á árunum 2006 - 2010, sundurliðaða á ár og atvinnugreinar. Upplýsingarnar eru sem hér segir fyrir annars vegar 2008 og hins vegar 2009-2010 (hin árin skipta ekki máli fyrir þessa færslu)…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 26.5.2011. Efnisflokkur: Dómstólar, Gengistrygging
Heldur hefur farið minna en ég átti von á fyrir umræðu um fréttir Fréttablaðsins og visir.is (sjá hér og hér) um að Hæstiréttur hafi ákveðið að mál NBI hf. (Landsbankans hf.) gegn þrotabúi Motormax ehf. skuli endurflutt fyrr fullskipuðum dómi eftir að það hafði áður verið flutt fyrir fimm manna dómi. Eins og kemur fram í þessum fréttum er þetta meiriháttar mál.
Read more
Enn og aftur er komin upp umræðan um hvaða afslætti nýju bankarnir fengu af lánasöfnum sem flutt voru frá hrunbönkunum. Í þetta sinn er tilefnið skýrsla fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, um endurreisn bankakerfisins…
Read more