Enn hækka verðtryggð lán - Verðtryggingin verður að fara

Á fundi um verðtrygginguna í Háskóla Reykjavíkur fyrir réttri viku, þá sagði ég að ef fram héldi sem horfði, þá gætum við búist við yfir 10% verðbólgu á árinu.  Einn fundarmaður mótmælti þessari fullyrðingu minni og benti á að verðbólgan væri bara 2,8%.  Bað ég hann þá vinsamlegast að skoða verðbólgu síðustu þriggja mánaða, þ.e. frá janúar til apríl…

Read more

Áhugavert viðtal við Steingrím og Í hvaða heimi lifir Steingrímur?

Ég var loksins að hlusta á viðtalið við Steingrím J. Sigfússon sem tekið var við hann í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun.  Fyrst var rætt við Sigurjón M. Egilsson stjórnanda Sprengisands, en hann ræddi þetta í þættinum sínum sl. sunnudag.  Taldi Sigurjón upp alls konar atriði sem bera vott um eignabruna venjulegs fólks og var af nógu að taka…

Read more

Í hvaða heimi lifir Steingrímur? - Ekki mikil eignabruni hjá venjulegu fólki!

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 21.5.2011. Efnisflokkur: Stjórnmál

Satt best að segja, þá hef ég aldrei heyrt aðra eins fásinnu, eins og þessa fullyrðingu Steingríms J. Sigfússonar, að ekki hafi orðið mikill eignabruni hjá venjulegu fólki.  Fróðlegt væri að fá að vita á hverju maðurinn byggir þessa staðhæfingu.  Stór hluti fasteigna landsmanna hafa ýmist lækkað mikið í verði eða lán hækkað upp úr öllu valdi, nema hvorutveggja sé.

Read more

Gengistryggð lán voru færð niður um meira en helming við yfirfærslu til nýju bankanna

Daginn sem Alþingi fór í páskahlé kom út skýrsla fjármálaráðherra um endurreisn íslensku bankanna.  Er þetta mikil skýrsla og fróðleg lesning.  Er ég kominn á nokkurn rekspöl með að lesa hana og vil hvetja alla þá sem vilja skilja hvernig þetta fór fram til að kynna sér efni hennar, en henni var dreift á Alþingi í síðustu viku, þrátt fyrir að á forsíðu sé skýrsla tímasett í mars 2011…

Read more

Þessi 1500 fyrirtæki veita mögulega 15.000 manns vinnu - Ósveigjanleiki fjármálafyrirtækjanna þeim til vansa

Í september 2009  birtist grein eftir mig í Morgunblaðinu og birti ég hana einnig á hér á þessari síðu undir heitinu Aðeins tvær leiðir færar: Leiðrétting núna eða afskrift síðar.  Ekki var hlustað á rökstuðning minn þá að best væri að fara í leiðréttingu strax.  Leiðréttingu sem hefði getað gert heimilin og fyrirtækin í landinu greiðsluhæf…

Read more

Ferðaþjónustuaðili ræður erlenda leiðsögumenn í stað innlendra

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 8.5.2011. Efnisflokkur: Ferðaþjónusta

Mér var bent á það í gær að stórir íslenskir ferðaþjónustuaðilar ráða í stórum stíl erlenda leiðsögumenn til starfa hér á landi.  Flestir eru þeir án nokkurrar reynslu af leiðsögn hér á landi og jafnvel án nokkurrar reynslu yfirhöfuð af leiðsögn.  Sá sem sagði mér af þessu nær ekki upp í nef sér af hneykslan.

Read more

Varamaður í bankaráði Landsbankans hf. sendir launþegum tóninn

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 7.5.2011. Efnisflokkur: Nýir bankar

Andri Geir Arinbjarnarson heitir maður.  Hann er ágætlega menntaður og í góðu starfi.  Hann er líka mikilsmetinn bloggari, álitsgjafi og síðast en ekki síst varamaður í bankaráði Landsbanks hf. (áður NBI hf.).  Í nýlegri færslu sendir hann launþegum þessa lands heldur kalda kveðju. 

Read more

Blekkingar á blekkingar ofan

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 5.5.2011. Efnisflokkur: Svindl og svik, Bankahrun

Í janúar birti ég hér færslu undir heitinu Almenningur hafður að ginningarfíflum - Bankarnir lifa en almenningur tapar öllu.  Þar hélt ég því fram að stofnfjáraukningar tveggja sparisjóða, Sparisjóðs Keflavíkur og Sparisjóðs Svarfdælinga, hafi verið byggðar á sandi, þar sem verðmætaaukning í hlutabréfeign sjóðanna hafi verið blekking ein. 

Read more

Stórhættuleg hugsanaskekkja varðandi erlendar skuldir - Ekki er hægt að treysta á erlendar eignir til að greiða erlendar skuldir

Ég hef tekið eftir því að eftir að grein Haraldar Líndals Haraldssonar birtist í Morgunblaðinu í dag og viðtalið við hann bæði í útvarpi og sjónvarpi, þá hafa menn komið fram sem segja Harald fara með rangt mál, þar sem hann gleymi erlendum eignum.  Skoða eigi verga stöðu, en ekki brúttó stöðu.  Þetta er rangt og vil ég færa hér örfá rök fyrir því…

Read more

Framfærslulífeyrir öryrkja og ellilífeyrisþega er hneisa

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 30.4.2011. Efnisflokkur: Almannatryggingar

Ég fjallaði um þetta mál í síðustu færslu minni Þróun sem átt hefur sér langan aðdraganda og á eftir að versna.  Því miður hefur þetta ástand ekki fengið nægan hljómgrunn í samfélaginu.  Líklegasta ástæðan er að þjóðfélagið hefur ekki efni á því að gera nauðsynlegar bragabætur.  Það breytir ekki því að það er hneisa að stór hluti landsmanna skuli vera skikkaður af ríkinu til að lifa undir fátæktarmörkum.

Read more

Hárrétt hjá Lilju - Lífeyrissjóðirnir eru of stórir miðað við fjárfestingar í boði

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 30.4.2011. Efnisflokkur: Lífeyrissjóðir

Við hrun bankakerfisins í október 2008 hvarf um þeið stór hluti af fjárfestingakostum hér á landi.  Um leið lokaðist á möguleika innlendra fjárfesta til að flytja fé úr landi til fjárfestinga erlendis.  Þetta bitnar ekki síst á lífeyrissjóðum landsins, þar sem stærð þeirra samanborið við fjárfestingakosti hér á landi eru einfaldlega allt of mikil.

Read more

Þróun sem átt hefur sér langan aðdraganda og á eftir að versna

Hún er ekki björt lýsingin sem Berglind Nanna Ólínudóttir gefur af stöðu sinni.  Því miður er hún ekki ein um þetta og þeim fer fjölgandi sem lenda í fátæktagildru íslenska "velferðarkerfisins".  Ætli það séu ekki um 15 ár síðan að ég skrifaði mína fyrstu grein um þessi málefni og satt best að segja hefur lítið breyst.  Stórum hluta landsmanna er ætlað að lifa af tekjum sem duga ekki fyrir framfærlsu…

Read more

Héraðsdómur leitar í smiðju Hæstaréttar - Misskilningur varðandi erlend lán og fjórfrelsið

Ég get nú ekki sagt að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dag hafi komið mér á óvart.  Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 92/2010 frá 16. júní 2010 komst rétturinn að því að leigusamningur var lánasamningur, lánsamningurinn hafi verið í íslenskum krónum með gengisbindingu og gengisbindingin hafi verið ólögleg gengistrygging.  Héraðsdómur kemst að nánast samhljóða niðurstöðu í aðeins fleiri orðum…

Read more

Sjálfsuppfyllandi spádómar eða réttlát viðvörun matsfyrirtækja með lítið traust

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 18.4.2011. Efnisflokkur: Bankakreppa

Stóru matsfyrirtækin þrjú eru í sérkennilegri klemmu.  Á árunum fyrir fjármálakreppuna voru lykill í markaðssetningu fjármálafyrirtækja á skuldabréfavafningum sem síðar hleyptu fjármálakerppunni af stað.  Núna eru þau líklegast að reyna að bæta fyrir fyrri misgjörðir með því að koma með raunhæft mat á stöðunni í dag. 

Read more