Endurútreikningar fyrrum gengistryggðra lána hafa verið nokkuð í sviðsljósinu á Bylgjunni þessa vikuna. Heimir og Kolla í þættinum Í bítið hafa fengið til sín hvern gestinn á fætur öðrum til að ræða þessi mál. Sjálfur hef ég nokkuð ritað um þetta efni, eins og lesendur hafa vafalaust tekið eftir…
Read moreKynnir Arion banki sér ekki dóma Hæstaréttar? - Eru mörg gjaldþrot byggð á svona vitleysu?
Í annað sinn á stuttum tíma lendir banki í því að vera sendur frá Héraðsdómi Reykjavíkur með skottið milli fótanna. Síðast var það NBI hf., en núna er það Arion banki. Málsástæðan er í bæði skiptin sú sama - "lögin eiga ekki við mig"…
Read moreÁminningarbréf ESA - Leggjum hausinn í bleyti til að finna rök okkur til varnar
Ég hef fengið sterk viðbrögð við færslunni minni Um hvað snýst áminningarbréf ESA og hver er vörn/sekt stjórnvalda? og sitt sýnist hverjum. Mig langar að búa hér til vettvang, þar sem fólk sem hefur kafað dýpra ofan í þetta efni eða bara hefur góðar hugmyndir um hvernig verjast má spurningum ESA, getur komið með málefnaleg rök…
Read moreÆtli íslensku olíufélögin hafi heyrt af þessu? - Tapar Steingrímur á þessu?
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 12.4.2011. Efnisflokkur: Ríkisfjármál
Í gær hækkuðu íslensku olíufélögin verð á bensíni um 3 kr. Ég var heppinn að ég fyllti á tankinn áður en það gerðist. Ekki það að 3 kr. á lítrann skipti öllu máli, en þegar krónurnar þrjár hafa verið að bætast á með reglulegu millibili í fleiri mánuði, þá er pyngjan farin að léttast. Fyrir utan að maður þorir varla að hreyfa bílinn.
Read moreAfgerandi NEI á fyrstu metrunum
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 10.4.2011. Efnisflokkur: Icesave
Ekki er hægt að segja annað en að NEI-ið hafi komið nokkuð afgerandi úr talningu fyrstu atkvæða. Reykjavík-Suður sker sig þó úr af torkennilegri ástæðu, sem ég ætla ekki að ráða í hér.
Read moreUm hvað snýst áminningarbréf ESA og hver er vörn/sekt stjórnvalda?
Talsvert hefur verið rætt um áminningarbréf ESA (Letter of formal notice), en um hvað snýst það? Ekki hefur verið fjallað um efni þess í fjölmiðlum og stjórnvöld hafa forðast sem heitan eldinn að ræða innihaldið. Nú vill svo til að bréfið er opinbert gagn og hægt er að nálgast það á t.d. vef ESA (sjá tengill að ofan)…
Read moreHugsanlega rétt niðurstaða en út frá röngum rökum
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 8.4.2011. Efnisflokkur: Dómstólar, Gengistrygging
Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag um gengisbundið lán sem Glitnir veitti fyrirtækinu Eignageir ehf. Dómurinn féll stefnanda, Íslandsbanka hf., í hag.
Áður en ég byrja að fjalla um efnisatriði dómsins, vil ég benda á alveg ótrúlega villu sem er að finna í dómnum. Í upphafi kaflans "Málavextir" segir:
Read moreHvernig sem fer tapar þjóðin
Eftir mikla yfirlegu um Icesave samninginn, hvað Já þýðir og hvað Nei þýðir, þá er það mín niðurstaða að hvernig sem fer, þá mun þjóðin tapa.
Ég hef nokkrum sinnum reynt að kryfja inn að beini þau álitamál sem helst virðast vera uppi varðandi Icesave. Hér ætla ég að nefna nokkur þeirra…
Read moreSkyldur stjórnvalda vegna innstæðutrygginga og neyðarlögin
Í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í dag er vitnað í grein frá 17. mars eftir Margréti Einarsdóttur, forstöðumanni Evrópuréttarstofnunar og kennara í Evrópurétti við Háskólann í Reykjavík, þar sem Margrét segir að verulegar líkur séu á að íslenska ríkið biði lægri hlut fyrir EFTA-dómstólnum…
Read moreUpphaf Internetsins - Í minningu Paul Baran
Menn geta deilt um það hvor þeirra Pauls Barans eða Tims Berners-Lees sé faðir Internetsins eða kannski voru þeir það báðir. Óumdeilt er að Paul Baran er sá sem þróaði aðferð til pakkasamskipta milli tölva og Tim Barners-Lee þróaði http-samskiptaaðferðina svo hægt væri að birta snið upplýsinganna með myndrænum hætti…
Read moreVandi Orkuveitunnar er vandi Íslands í hnotskurn - Stjórnlaus króna er málið
Ég hef oft minnst á það, að hrun krónunnar sem varð í undanfara og kjölfari hruns fjármálakerfisins, sé stærsta vandamál íslenska hagkerfisins. Þetta sést t.d. berlega í vanda Orkuveitu Reykjavíkur, bágri stöðu íslenskra fyrirtækja, skuldavanda íslenskra heimila, fáránlega klikkaðri stöðu margra sveitarfélaga í landinu og svo að sjálfsögðu erfiðri stöðu ríkissjóðs…
Read moreRíkisskattstjóri svarar fyrirspurn
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 22.3.2011. Efnisflokkur: Skuldamál heimilanna
Ég átti gott spjall við Skúla Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóra, rétt í þessu vegna fyrirspurnar minnar til hans í síðustu viku (sjá Bréf til ríkisskattstjóra). Hann var hissa á því að svar hafi ekki borist, þar sem það hafi verið sent til mín fyrir helgi og endursendi það meðan spjall okkar varði. Bar það þess merki að vera talið spam og gæti það verið skýring á því að fyrri póstur barst ekki. En hér kemur svarið:
Read moreSkortir bankana aðild að hluta endurútreiknings lána og hvað þýðir það fyrir endurútreikning lánanna
Undanfarnar vikur hefur lántökum fyrrum gengistryggðra lána borist inn um lúguna og í vefbönkum sínum upplýsingar um endurútreikning áður gengistryggðra lána í samræmi við lög nr. 151/2010…
Read more110% leiðin leikur Íbúðalánasjóð grátt
Mér finnst það ótrúlegt að þessi vandi Íbúðalánasjóðs sé að koma mönnum á óvart. Hann var gjörsamlega fyrirséður eftir að Jóhanna, Steingrímur, Árni Páll og Guðbjartur ákváðu að semja við fjármálafyrirtækin um að fara 110% leiðina í skuldamálum heimilanna. Hvers vegna var þetta fyrirséð? Jú, ástæðan er einföld og langar mig að skýra hana út hér…
Read moreEndurútreikningur án samþykkis lántaka hefur enga merkingu - Afturvirk hækkun vaxta er eign gamla bankans
Flest fjármálafyrirtæki hafa sent lántökum áður gengistryggðra lána upplýsingar um endurútreikning þeirra. Jafnframt hefur lántökum verið tilkynnt að þeir hafi takmarkaðan tíma til að samþykkja útreikninginn og í sumum tilfellum velja leið, eins og það er orðað, þ.e. form láns til framtíðar…
Read moreHin sjö áföll sem Japanir upplifa - Áhrif skjálftans við Japan á jarðskorpuna
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 16.3.2011. Efnisflokkur: Náttúruvár
Sem fagmaður á sviði áhættustjórnunar, þá hef ég sérstakan áhuga á áhrifum jarðskjálftans í Japan á umhverfið. Segja má að hörmungarnar sem skollið hafa á Japönum séu margar og ólíkar. Fyrst var það náttúrulega stóri skjálftinn. Hann er núna metinn á 9,0 á Richterskala, en í upphafi var hann metinn 7,9. Skjálftinn reið yfir kl. 14:46 á staðartíma föstudaginn 11. mars. En hann var ekki upphaf hamfaranna.
Read moreNBI tapar málum fyrir Hæstarétti þar sem varnaraðili mætti ekki - Hefur áhrif á skattframtalið
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 14.3.2011. Efnisflokkur: Nýir bankar, Kröfuréttur
Þriðjudaginn 8. mars sl. féllu tveir dómar í Hæstarétti nr. 30/2011 og 31/2011 vegna gengistryggðra lánasamninga einkahlutafélaga. NBI hf. stefndi í hvoru máli lántökum vegna gjaldfelldra mála, en byggði kröfu sína á því að um gengistryggð lán væri að ræða. Allir útreikningar voru því miðaðir við erlendu gjaldmiðlana og gengi þeirra. Stefndu hvorki sóttu né létu sækja fyrir þig dómþing í héraðsdómi, þ.e. það var útivist í málinu, eins og það heitir víst á lagamáli.
Read moreSeðlabankinn snuprar starfsmenn sína og firrir sig ábyrgð á störfum þeirra
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 10.3.2011. Efnisflokkur: Hagstjórn - Seðlabankinn
Ég fæ ekki betur séð, en aðstoðarseðlabankastjóri sé með ummælum sínum:
að skýrslan endurspeglaði skoðun þeirra starfsmanna sem unnu hana, fremur en Seðlabankans
að snupra starfsmennina sem unnu skýrsluna.
Read moreNýr blóraböggull fundinn - Kröfuhafar eiga að koma í veg fyrir að lán séu leiðrétt
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 10.3.2011. Efnisflokkur: Lánasöfn, Leiðrétting
Fréttablaðið og Eyjan hafa verið fylgja eftir umræðu um hagnað bankanna og hlut endurmats lána í þeim hagnaði. Frétt á Eyjunni byrjar með þessum orðum:
Read moreHinn aukni hagnaður íslensku bankanna mun ekki nýtast heimilum landsins til frekari skuldaleiðréttinga en orðið er eins og Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur kallað eftir.
Af launakjörum, hagnaði bankanna og endurútreikningi lána - Neyðarkall lántaka
Fréttir um launakjör í Arion banka og Íslandsbanka nudda salti í sár þjáðra heimila. Ég ætla ekki að öfundast yfir launum bankamanna, en á meðan laun utan bankanna hafa nánast staðið í stað, þá hækkuðu mánaðarlaun á hvert stöðugildi að jafnaði um 19% milli 2009 og 2010 hjá Arion banka og 17% hjá Íslandsbanka…
Read more