Egill Helgason er með skemmtilega pælingu um Icesave á Eyjunni. Mér finnst hann aftur ekki taka á kjarna málsins.
Að mínu áliti, eftir að hafa stúderað lögin um innstæðutryggingar og tilskipun ESB, þá eru kjarnaspurningar tvær. Sú fyrri er: Er greiðsluskylda fyrir hendi? Ef svarið við henni er já, þá er næst að spyrja: Hver ber þessa greiðsluskyldu?…
Read more
Í fyrravor varaði ég við því, að kröfuhafar gömlu bankanna myndu fá hluta af afslættinum, sem þeir veittu nýju bönkunum á innlendum lánasöfnum, til baka í gegn um hagnað nýju bankanna. Hafði ég upplýsingar um að gerðir hefðu verið samningar við kröfuhafana, að þeir fengju hlutdeild í hagnaði umfram það sem færi í arðgreiðslur…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 5.3.2011. Efnisflokkur: Nýir bankar, Áhættustjórnun
Ég skil ekki hvað mönnum gengur til með þessu. Hafi þurft að sameina SpKef einhverju öðru fjármálafyrirtæki, þá var leiðin ekki að stækka fyrirtæki sem er of stórt fyrir.
Með neyðarlögunum og Icesave samningum hafa tvær ríkisstjórnir Íslands gefið fordæmi um hvernig innstæðutryggingum verður háttað í framtíðinni, þ.e. lög eiga ekki að gilda heldur geðþótta ákvörðun ríkisstjórnar hvers tíma.
Read more
Afkomutölur Íslandsbanka á árinu 2010 eru áhugaverðar svo ekki sé meira sagt. Mig langar að rifja upp orð stjórnarmanns bankans, sem taldi hagnað ársins 2009 vera hærri en búast mætti við eftir það. Annað hefur komið í ljós…
Read more
Nú þegar endurútreikningar á áður gengistryggðum lánum eru farnir að streyma frá fjármálafyrirtækjum, þá kemur í ljós að fyrirtækjunum líður ekki öllum vel með aðferðafræðina…
Read more
Bloomberg fréttaveitan er með frétt um hugsanlegan útflutning á raforku um sæstreng til Skotlands. Hugmyndin er ekki ný á nálunum, kom líklegast fyrst fram fyrir hátt í 30 árum, a.m.k. tók ég hana til skoðunar við gerð lokaverkefnis míns við Stanford háskóla veturinn 1987 - 88…
Read more
Í gær féll ótrúlega furðulegur dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sjómannafélagi Íslands gegn Arion banka. Sjómannafélagið krafði Arion banka um endurgreiðslu á ofgreiðslu sem innt var af hendi frá lántökudegi. Upphaflega var lánið 15 m.kr. til 20 ára, en Sjómannafélagið greiddi það upp á 3 árum, alls 37 m.kr…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 17.2.2011. Efnisflokkur: Icesave, Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd
Ég var beðinn um að fara yfir ferlið við skráningu nafns og kennitölu þeirra sem eru fylgjandi því að Icesave-lögin hin þriðju fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Leituðu aðstandendur undirskriftarsöfnunarinnar til mín, þar sem upplýsingaöryggi og persónuvernd er það sem ég fæst við í mínu starfi. Eftir skoðun á ferlinu, þá kom ég með fjölmargar spurningar, sem aðstandendur söfnunarinnar svöruðu af kostgæfni.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 17.2.2011. Efnisflokkur: Skuldir þjóðarbúsins
Seðlabanki Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að með því að taka tvö af fyrirtækjum Björgólfs Thors Björgólfssonar út úr mælingum á hagstærðum (þ.e. Actavis og Landsbanka Íslands), þá er staða Íslands bara fín. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu Seðlabankans um skuldastöðu þjóðarbúsins, sem kom út í gær. Greining Arion banka fjallar um þetta í Morgunpunktum sínum.
Read more
Hæstiréttur kvað upp tvo úrskurði í gær. Segja má að þeir séu Salómonsdómar fyrir lántaka gengistryggðra lána, en eins og oft áður lýkur rétturinn ekki málinu. Úrskurðirnir sem um ræðir eru…
Read more
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, er stundum fljótur á gikknum. Visir.is hefur eftir ráðherra…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 14.2.2011. Efnisflokkur: Svindl og svik
Þórdís B. Sigurþórsdóttir er hluti af stórum hópi fólks sem barist hefur ötullega gegn spillingu í þjóðfélaginu. Mest hefur barátta hennar beinst gegn, vægt til orða tekið, einkennilegra viðskiptahátta þeirra fyrirtækja sem lánuðu ógrynni fjár til viðskipta með bifreiðar, þ.e. hin svo kölluðu fjármögnunarfyrirtæki eða fjármögnunarleigur.
Read more
Í Morgunblaðinu í dag er stutt viðtal við mig vegna neysluviðmiða sem koma fram í skýrslu frá velferðarráðuneytinu. Hafi fólk ekki vaknað nógu snemma í morgun, þá hefur það misst af tengli á viðtalið á forsíðu mbl.is og vil ég því benda því á tengilinn, en ekki síður skjal sem ég tók saman að beiðni blaðamanns og fylgir fréttinni á mbl.is…
Read more
Greinilegt er að dómur héraðsdóms í gær var mikið áfall fyrir suma fjölmiðlamenn. Dómarinn vogaði sér að setja fjölmiðlum þau skilyrði að þeir virði stjórnarskrárvarinn rétt einstaklinga til friðhelgi einkalífs. Fjölmiðlum er ekki sett í sjálfsvald að ákveða hvað telst leyfilegt heldur sé það ákveðið í lögum, í þessu tilfelli sjálfri stjórnarskrá lýðveldisins…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 9.2.2011. Efnisflokkur: Atvinnulífið
Undanfarin ár hafa nokkur áberandi samtök verið sektuð af Samkeppniseftirliti fyrir það sem er að mati stofnunarinnar ólöglegt samráð um verðhækkanir. Ein af þessum samtökum voru Bændasamtökin eða einhver grein innan þeirra. Glæpur þeirra var að stuðla að hækkun verð á landbúnaðarafurðum og hafa þannig bein áhrif á hækkun tekna bænda. Ekki ætla ég að mæla þessu bót, langt því frá.
Read more
Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, varð heldur betur fótaskortur á tungunni í viðtali á Bylgjunni í morgun. Heimir og Kolla voru að spyrja hana út í ólguna innan Sjálfstæðisflokksins með afstöðu Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, og átta annarra þingmanna gagnvart Icesave. Viðbrögð hennar voru nokkurn veginn eftirfarandi…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 7.2.2011. Efnisflokkur: Bankahrun
Í ljósi frétta í fjölmiðlum um að varla nokkur viðskipti yfir einum milljarði króna að verðmæti sem hin föllnu íslensku fjármálafyrirtæki áttu á einn eða annan hátt aðkomu að á undanförnum árum hafi verið heiðarleg heldur hafi eitthvað plott búið að baki, þá langar mig að freista þess að afsanna það. Ég held að það sé orðið mikilvægt fyrir þjóðina að fram komi a.m.k. einn af fyrrverandi eigendum föllnu fjármálafyrirtækjanna eða úr hópi vildarviðskiptavina þeirra
Read more
Ég vil byrja á því að fagna útkomu skýrslu starfshóps velferðarráðuneytisins um neysluviðmið. Lagt hefur verið í talsverða vinnu við að ákvarða fjölmörg viðmið og skilgreina hver þeirra eru breytileg, þ.e. hægt að vera án í stuttan tíma, og hver þeirra eru nánast óbreytileg…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 5.2.2011. Efnisflokkur: Bankahrun
Það er bull að bönkunum hafi verið leyft að falla. Hér rembdust ríkisstjórn Geirs H. Haarde og Seðlabanki Íslands undir stjórn Davíðs Oddssonar eins og rjúpan við staurinn í hátt í ár við að halda þessum svikamyllum gangandi. Leyfðu þeim á meðan að mergsjúga almenning og fyrirtæki í landinu. Bankarnir féllu þegar úrræði stjórnvalda og Seðlabanka þrutu.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 4.2.2011. Efnisflokkur: Nýir bankar
Stundum finnst mér fréttamiðlar gjörsamlega gleyma því að þeir eiga að segja fréttir en ekki endursegja fréttatilkynningar. Eitt svona dæmi er að finna á visir.is þar sem "fjallað" er um fund NBI ehf. (Landsbankans) á Akureyri í gærkvöldi.
Read more