Var einhver sem vissi þetta ekki?

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 27.9.2011. Efnisflokkur: Alþjóðamál, Stjórnmál

Ég hélt að fjármálakreppan sem núna er að ganga yfir, hefði fyrir löngu leitt í ljós að ríkisstjórnir ráða ekki á meðan þær eru sífellt að gefa eftir.  Sá sem lætur sífellt undan er undir stjórn þess sem knýr á undanhaldið.  Goldman Sachs er öflugasti banki í heimi og hann hefur átt fleiri ráðherra í ríkisstjórnum Bandaríkjanna en mér liggur við að segja Demókrataflokkurinn.

Read more

Fyrirtæki í vanda leita til hlutahafa, en fjármálafyrirtæki í vanda til skattgreiðenda!

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 26.9.2011. Efnisflokkur: Bankakreppa

Efnahagsvandinn sem gengið hefur yfir hinn vestræna heim hefur afhjúpað það staðreynd að önnur lögmál gilda um fjármálafyrirtæki en önnur fyrirtæki.  Hin almenna regla er að lendi fyrirtæki í vanda vegna rangra ákvarðana stjórnenda þess, þá lendir skellurinn á hluthöfum þess, sem jafnan eru þá beðnir um að auka hlutafé sitt í fyrirtækinu.

Read more

Hvar sjást 206 ma.kr. afskriftir í bókum Landsbankans? - Staðreyndir um afskriftirnar

Ég skoraði um daginn á Landsbankann hf. (áður NBI hf.) að sýna fram á hvar í bókum fyrirtækisins afskriftir upp á 206 ma.kr. kæmu fram.  Nú kemur Haukur Ómarsson, forstöðumaður sjávarútvegs í "fyrirtækjabanka" Landsbankans, og heldur því fram á opinberum fundi að bankinn hafi afskrifað 206 ma.kr., en þar af "aðeins" 11 ma.kr. hjá sjávarútvegsfyrirtækjum…

Read more

Áhugaverð skýrsla en sama villa um afskriftir

Ég er búinn að skanna í gegn um skýrslu Maríu-nefndarinnar, eins og hún var kölluð á sínum tíma.  Ég sakna þess að sjá ekki á áberandi stað í skýrslunni hverjir sitja í nefndinni og hafa starfað fyrir hana.  Skýrslan er áhugaverð fyrir margra hluta sakir og lýsir vel hinum flóknu verkferlum sem kosið var að innleiða í stað einfaldleikans sem ég, sem fulltrúi Hagsmunasamtaka heimilanna, lagði til í vinnu starfshóps í fyrra haust…

Read more

SFF hefur áhyggjur af álögum á fjármálakerfið

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 29.12.2011. Efnisflokkur: Nýir bankar

Hræðilegt er að heyra af hinum illu hugmyndum ríkisstjórnarinnar að leggja 10,5% launaskatt á aumingja fjármálafyrirtækin.  Ég kemst bara nærri því við að lesa viðtalið við Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), sem birt er á visir.is.  Hann hefur svo miklar áhyggjur af því, greyið karlinn, að samkeppnisstaða bankanna versni og nóg borgi þeir nú líka til ríkisins. 

Read more

Teljast lánin frá Bretum og Hollendingum ekki greiðsla?

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 22.9.2011. Efnisflokkur: Icesave

Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að Ísland hafi ekki greitt lágmarkstrygginguna.  Ég verð að viðurkenna, að ég skil ekki þennan málflutning.  Bretar og Hollendingar ákváðu að lána íslenska tryggingasjóðnum fyrir þessari greiðslu og síðan fór greiðslan fram.  Icesave deilan stóð um hvernig standa ætti að endurgreiðslu á þessum lánum, þ.e. vaxtakjör, greiðsluröð, lánstímann og ábyrgðir.

Read more

Arðsemi af útleigu er oft of lág, en hver er ástæðan

Ég reikna með því að þeir sem staðið hafi í útleigu á húsnæði hafi á einum eða öðrum tíma áttað sig á því að arðsemi þeirra af hinu útleigða húsnæði er ekki sú sem þeir héldu.  En hver er ástæðan? Sumir halda því fram að húsnæðisverð þurfi að lækka um jafnvel 50% svo það borgi sig að leiga úr húsnæði miðað við núverandi leiguverð, aðrir segja að leiguverð þurfi að hækka og síðan eru þeir sem benda á að lánakjör séu hreinlega ekki nógu góð…

Read more

Hver á bílinn minn? En húsið mitt?

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 15.9.2011. Efnisflokkur: Staða almennings

Hér á landi eru nokkur ákaflega sérstök fyrirtæki.  Þau lána m.a. í stórum stíl til bílakaupa.  Áður fyrr kölluðu þau sig fjármögnunarleigur, en Hæstiréttur komst að því í nokkrum málum á síðasta ári, að þau eru bara ósköp venjulegar útlánsstofnanir.  Því miður eru fyrirtækin ekki ennþá búin að átta sig á þessari staðreynd..

Read more

Landsbankinn segist hafa afskrifað 219 ma.kr. hjá fyrirtækjum og einstaklingum en það sést ekki í reikningum

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 14.9.2011. Efnisflokkur: Afskriftir

Þá er þriðji bankinn kominn með árshlutauppgjör fyrir fyrri hluta ársins.  Eins og uppgjör Arion banka og Íslandsbanka III. hafi ekki gengið fram af skuldahoknum almúga þessa lands, þá gerir "bankinn minn" ennþá betur.  Litlar 24,4 ma.kr. í hagnað.

Read more

Illugi braut lög, en það er allt í lagi - Virðingu Alþingis setur niður

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 12.9.2011. Efnisflokkur: Stjórnmál

LEX lögmannsstofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að stjórnarmenn Sjóðs 9 hafi brotið lög.  Stofan hefur einnig komist að þeirri niðurstöðu að þetta lögbrot sé hið besta mál þar sem það var bara minniháttar.  Lögmannsstofan kemst einnig að þeirri niðurstöðu að eðlilegir og góðir viðskiptahættir hafi ekki verið hafðir í heiðri.  En það er líka allt í lagi.

Read more

Varð heimurinn hættulegri fyrir 10 árum eða gerðist að löngu fyrr?

Í dag 11. september eru 10 ár frá því að gerðar voru ótrúlega vel undirbúnar hryðjuverkaárásir á tvær borgir í Bandaríkjunum, New York og Washington.  Tala látinna skipti þúsundum og fleiri hundruð þúsund hafa látist í átökum í Afganistan og Írak sem beint eða óbeint má rekja til hefndaraðgerða Bandaríkjanna vegna árásanna.  Hvorugt af þessu ætla ég að fjalla um…

Read more

Eigum við að trúa að hagnaður bankanna hafi verið 740 ma.kr. fyrir afskriftir?

Á síðustu dögum hafa birst fréttir um meintar afskriftir og niðurfærslur bankanna þriggja hjá fyrirtækjum og einstaklingum.  Samkvæmt efnahags- og viðskiptaráðherra þá hafa bankarnir þrír afskrifað 503 ma.kr. hjá fólki og fyrirtækjum og samkvæmt Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF) hafa fjármálafyrirtækin fært niður skuldir heimilanna um 140 ma.kr…

Read more

Skítugir skór fjármálafyrirtækjanna, neytendavernd og lögleysa

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 9.9.2011. Efnisflokkur: Bankahrun

Athugun hinna ólíku aðila á starfsháttum margra fjármálafyrirtækja í undanfara hrunsins hefur leitt í ljós að víða óðu þessi fyrirtæki yfir viðskiptavini sína á skítugum skónum.  Alls konar lög voru ekkert að vefjast fyrir fjármálafyrirtækjunum og höfðu þau gjarnan hlutina eftir eigin höfði. 

Read more

Gott að Arion banka gangi vel, en eru tölurnar ekki eitthvað skrítnar?

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 6.9.2011. Efnisflokkur: Nýir bankar, Svindl og svik

Mikið er gott að Arion banka gangi vel, en 10,2 ma.kr. koma einhvers staðar frá.  Bankinn skýrir það með vaxtatekjum upp á 11,2 ma.kr. og þóknanatekjum upp á 5,1 ma.kr. sérstaklega frá nýjum dótturfélögum, þá endurmat bankinn eignir sínar og færði það honum 3,9 ma.kr. 

Read more