Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 24.10.2011. Efnisflokkur: Bankasýslan
Ég veit að ég mun ekki afla mér vinsælda með þessari færslu, en mér finnst þessi niðurstaða, að stjórn Bankasýslunnar hafi ákveðið að segja af sér, sorgleg. Í mínum huga sýnir hún, að við höfum ekkert komist áfram. Ég get alveg tekið undir að ráðning Páls Magnússonar var ekki það sem flestir vildu sjá, en það er ekkert sem bendir til þess að vinnubrögðin við ráðninguna hafi verið ófagleg.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 22.10.2011. Efnisflokkur: Fróðleikur, Gervirök
Framkvæmdastjóri Samataka fjármálafyrirtækja segir í viðtali við Morgunblaðið, að úrskurður Hæstaréttar í máli Íslandsbanka gegn Kraftvélum geti leitt til fjárútláta fyrir ríkissjóð vegna ofgreidds virðisaukaskatts. Ég er ekki alveg að átta mig á þessu.
Read more
Ennþá heldur hann áfram orða- og talnaleikur bankanna. Hagsmunasamtök heimilanna hafa þráfaldlega spurt:
Hver var afslátturinn sem viðskiptabankarnir þrír fengu af lánasöfnum heimilanna þegar þau voru flutt frá gömlu bönkunum til þeirra nýju?…
Read more
Maður verður aldrei uppiskorpa með efni til að skrifa um meðan fjármálafyrirtækin og stjórnvöld eru jafn upptekin við að sleikja rassinn á fjármagnseigendum og raun ber vitni. Stjórnarþingmenn og ráðherrar hafa hrúgast í ræðustóla til að tala um stjórnarskrárvarinn eignarétt kröfuhafa. Fjármálaráðherra var svo hræddur við kröfuhafa, þegar verið var að semja um endurreisn bankanna, að hann þorði ekki annað en að lúffa fyrir þeim svo þeir færu ekki í mál…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 16.10.2011. Efnisflokkur: Tölfræði
Tölur Páls Kolbeins úr Tiund ríkisskattstjóra eru áhugaverðar, en í þeim er ákveðin skekkja sem mun leiðréttast í næsta skattframtali. Í síðasta skattframtali var tvennt sem skekkti þessa tölu. Annað var að fasteignamat lækkaði mjög skarpt á megin þorra húsnæðis um síðustu áramót (gerir betur en að ganga til baka hjá mörgum um næstu áramót), en þetta nýja fasteignamat gilti fyrir það skattframtal sem hér um ræðir.
Read more
Ég fagna því að Landsbankinn hf. hafi leiðrétt lán viðskiptavina sinna um 33,4 ma.kr. vegna þess að dómstólar komust að því að lán sem bankinn tók yfir af Landsbanka Íslands hf. hafi brotið gegn lögum nr. 38/2001 um vexti og verðbætur. Að bankinn haldi því fram, að þetta séu niðurfærslur í bókum bankans er aftur hrein ósvífni…
Read more
Heldur er það aumkunarvert hjá Ásgeiri Jónssyni að kenna fortíðinni um vanhæfi íslenskra bankamanna á fyrsta áratug þessarar aldar. Þetta er svona eins og alkinn fari að kenna afa sínum um að hann drekki, vegna þess að afinn datt illa í það fyrir 30 árum. Ég verð að viðurkenna, að ég geri meiri kröfur til manns sem státar af doktorsgráðu í hagfræði…
Read more
Í Markaði Fréttablaðsins er stór og mikil grein um skuldavanda heimilanna. Þar er fjallað á ágætan hátt um margt varðandi greiningu á vandanum, umfjöllun um hann og úrræði. Því miður læðast inn í greinina villur sem nauðsynlegt er að leiðrétta, önnur atriði þar sem tekin er upp röng túlkun opinberra aðila á gögnum og enn aðrar misræmi í opinberum gögnum sem tekið er gagnrýnilaust upp…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 12.10.2011. Efnisflokkur: Lánasöfn
Loksins! Loksins! Árni Páll Árnason gaf upp við umræðu á Alþingi í dag, að "svigrúmið" væri 1.700 milljarðar króna. Þremur árum eftir hrun, þremur árum eftir að bankarnir sem nú heita Íslandsbanki, Landsbakinn og Arion banki voru stofnaðir hefur talan verið birt. 1.700 milljarðar er talan sem munar á bókfærðu virði lánasafnanna í gömlu bönkunum og því sem nýju bankarnir greiddu fyrir.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 10.10.2011. Efnisflokkur: Staða almennings
Tölur Hagstofu Íslands um ráðstöfunartekjur heimilanna segja allt sem segja þarf um ástandið í þjóðfélaginu. Ég geri mér grein fyrir að þetta eru tölur fyrir 2010 og nú er október 2011, en þó einhver viðsnúningur hafi hugsanlega átt sér stað, þá sér vart högg á vatni.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 10.10.2011. Efnisflokkur: Stjórnmál
Ég hef lent í þjóðarpúlsi hjá Gallup. Það eru nokkur ár síðan og kannski hefur eitthvað breyst. En spurningin sem ég fékk um fylgi við flokka var þessi klassíska: "Hvaða flokk myndir þú kjósa ef gengið væri til Alþingiskosninga núna?" Síðan voru nöfn fjórflokksins talin upp og hvort Frjálslyndir fengu að fljóta með.
Read more
Ég hef aðeins skoðað hvernig tillögur sjálfstæðismanna virka á lán og er ekki hrifinn. Skoðum skýringu þeirra á virkni tillögu þeirra…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 6.10.2011. Efnisflokkur: Tölvur og tækni
Tveir guttar um tvítugt byrjuðu á fikti í bílskúr heima hjá öðrum þeirra fyrir réttum 35 árum. Þeir voru með hugmynd að einmenningstölvu sem síðar var nefnd Apple. Í dag er þetta eitt af 10 verðmætustu vörumerkjum heims. Þessir hugmyndaríku guttar voru Steven Paul Jobs og Steve Wozniak en á þeim var 5 ára aldursmunur.
Read more
Rakel Sigurgeirsdóttir ritaði færsluna Stefnumót við stjórnvöld á bloggið sitt. Bloggari að nafni Jón Bragi Sigurðsson setur þar fram nokkrar spurningar og leitaði Rakel til mín og nokkurra annarra að svar þeim. Brást ég glaður við þeirri beiðni og setti inn svar sem birtist hér fyrir neðan. Fyrst vil ég þó birta spurningar Jóns Braga…
Read more
Fyrir helgi barst mér póstur frá konu sem sagði farir sínar og mannsins síns ekki sléttar gagnvart lífeyrissjóðnum hans. Hann var með séreignarsparnað hjá tilteknum sjóði og líka lán. Á nokkurra ára tímabili hafði lánið hækkað verulega en séreignarsparnaðurinn óverulega…
Read more
Það er svo gaman að endurtaka sig, þar sem aldrei er að vita nema fleiri hlusti í þetta sinn. Annas Sigurmundsson, blaðamaður á DV, hefur skrifað fjölmargar greinar um bankana, hagnað þeirra, svigrúm til afskrifta og nú síðast hagnað eigenda bankanna…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 3.10.2011. Efnisflokkur: Endurreisn, AGS
Ég fagna því að stjórnvöld ætla að halda um árangur Íslands í baráttunni við efnhagskreppuna. Á vef efnahags- og viðskiptaráðuneytisins segir:
Á ráðstefnunni Ísland á batavegi: Lærdómar og verkefni framundan koma saman íslenskir og erlendir ráðamenn, fræðimenn og fulltrúar félagasamtaka. Meðal helstu ræðumanna verða nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman og hinir kunnu alþjóðahagfræðingar Willem Buiter og Simon Johnson.
Read more
16. september 2010 gekk dómur í Hæstarétti í máli nr. 471/2010 Lýsing gegn Guðlaugi Hafsteini Egilssyni. Í því máli komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að vextir áður gengistryggðra lána skuli taka mið af hvort heldur er hagstæðara fyrir viðskiptavininn verðtryggðum eða óverðtryggðum vöxtum Seðlabanka Íslands, skv. 10. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Það sem meira er, svo virðist sem Hæstiréttur ætlist til að vextirnir gildi frá lántökudegi og jafnt um greiðslur sem hafa átt sér stað og þær sem eftir eru…
Read more
29. september 2008 vaknaði þjóðin upp við þá frétt að þá um nóttina hefði Glitnir verið tekinn yfir af ríkissjóði (og Seðlabanka Íslands). Hlutafé bankans hafði verið fært niður um 75%. Nokkrum dögum áður hafði farið í gang atburðarrás sem ekki marga óraði fyrir hvernig myndi enda…
Read more
Ég var að horfa á Kastljóssþátt kvöldsins, þar sem m.a. sátu fyrir svörum Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, og Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Umræðu efnið var afskriftir af útlánum gamalla og nýrra banka…
Read more