Vaxtadómar og Árna Páls-lög - hluti 3 - Átti Hæstiréttur annan möguleika en seðlabankavexti?

Í síðustu færslu um vaxtadóma Hæstaréttar og Árna Páls-lögin fjallaði ég um hvernig fjármálafyrirtækin fjármögnuðu sig og færði rök fyrir því að Hæstiréttur hefði verið leiddur í gildru.  Í þessari færslu langar mig að skoða hvort Hæstiréttur hafi getað komist að annarri niðurstöðu varðandi vexti áður gengistryggðra lána út frá lagabókstafnum…

Read more

Sjálfbærni er lykillinn að öllu

Núna rúmlega 43 mánuðum eftir hrun hagkerfisins og 49 mánuðum eftir hrun krónunnar, þá erum við ekki ennþá búin að moka okkur í gegn um skaflinn og það sem meira er, við vitum ekki hve langt er eftir.  Staðreyndin er nefnilega sú, að við höfum ekki yfirsýn yfir viðfangsefnið.  Ég vil raunar ganga lengra og segja að við höfum ekki einu sinni skilgreint viðfangsefnið.  AGS hefur látið okkur hafa sína skilgreiningu og fjármálakerfið sína, lífeyrissjóðirnir eru duglegir að halda sinni á lofti og Samtök atvinnulífsins sinni, en engin af þessum skilgreiningum hefur hagsmuni almennings í huga…

Read more

Stjórnvöld senda frá sér rugltilkynningu - Af hverju má ekki fara rétt með?

Eftir að hafa lesið tilkynningu stjórnvalda sem birt er á vef Stjórnarráðsins, þá botna ég hvorki upp né niður í því sem þar er sagt.  Fyrst er vitnað til þess að almennar niðurfærslur um 20% kosti um 260 milljarða króna og stærsti hluti hennar renni til tekjuhæstu hópanna.  Ég veit ekki hvaðan þessi hugmynd um 20% niðurfærslu er komin og enn síður veit hvaða 1.300 ma.kr. er verið að tala um sem grunn að þessari niðurfærslu…

Read more

Hvað lærdóm getum við dregið af hruninu?

Ég hef oft velt því fyrir mér hver ætti að vera lærdómur okkar Íslendinga af hruninu.  Er svo sem ekki kominn að neinni endanlegri niðurstöðu, en sífellt bætast fleiri kubbar í myndina.  Í þessari færslu ætla ég að fjalla um einn vinkil sem er hve auðvelt var/er að koma peningum undan og láta aðra sitja uppi með tjónið…

Read more

Hvaða áhætta var verðlaunuð?

Þórður Snær Júlíusson, viðskiptablaðamaður á Fréttablaðinu, skrifar grein þar sem hann fullyrðir að hinir áhættusæknu hafi verið verðlaunaðir, en hinir sem fóru varlega sitji uppi með skaðann.  Hann tekur máli sínu til stuðnings dæmi sem KPMG reiknaði fyrir Helga Hjörvar, formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.  Dæmi KPMG hljóðar upp á að tveir aðilar hafi tekið jafnhá lán (10 m.kr.) í júní 2002, annar gengistryggt og hinn verðtryggt.  Eftirstöðvar hins gengistryggð eru síðan sagðar vera 8 m.kr. en hins verðtryggða 15,3 m.kr.

Read more

Erindi um gengisdóma

Laugardaginn 25. febrúar hélt ég erindi í Grasrótarmiðstöðinni um gengisdóma Hæstaréttar.  Erindið var tekið upp og hefur Rakel Sigurgeirsdóttir klippt það til og birt á vefnum.  Langar mig að birta upptökuna hér og fjalla lítillega um hvern hluta…

Read more

Ekki hægt að bjarga bönkunum eftir 2005! Var reynt nógu mikið? Og erum við búin undir annað áfall?

Nú er fyrstu viku Landsdómsins lokið og heilmargt hefur verið sagt.  Menn segja sína sögu sem nánast alltaf er eitthvað stílfærð.  Af þeim framburðum sem ég hef komist í að kynna mér, þá held ég að aðeins ein manneskja hafi komið fyrir dóminn og sagt satt og rétt frá án stílfærslu, þ.e. hún sagði nákvæmlega frá hlutunum eins og þeir gerðust á hennar vakt…

Read more

Lögfræðiálit LEX er ekki um niðurstöðu Hæstaréttar!

Er þetta ekki dæmigerð nálgun stjórnvalda á ágreiningi sem kominn er upp.  Fá skal tvo óháða lögfræðinga (hvar sem þeir finnast) til að rýna álit lögmannsstofunnar Lex um lögfræðileg álitaefni vegna dóms Hæstaréttar 15. febrúar sl.  Eins og fram kemur í fréttinni, þá var sú álitsgerð unnin að ósk Samtaka fjármálafyrirtækja.  Ég ætla ekki að segja að niðurstaðan hafi verið pöntuð, þar sem slíkt væri ærumeiðingar, en ég gef ekki mikið fyrir þetta álit…

Read more

Fordæmisgildi Hæstaréttardóms víðtækt

Fyrirsögn fréttar mbl.is er "Óvíst um fordæmisgildi".  Miðhluti fréttarinnar er um greiningu Sigurjóns á dómnum, en ráða má af fyrirsögninni og því sem kemur á undan miðkaflanum að það sem þar segir gefi tilefni til að efast um fordæmisgildi dómsins.  Þessu er ég algjörlega ósammála og þessu sé frekar öfugt snúið.  Orð Sigurjóns bendi einmitt til víðtæks og sterks fordæmisgildi dómsins…

Read more

Vaxtadómar og Árna Páls-lög - hluti 2 - Bláeygur Hæstiréttur?

Óhætt er að segja að Hæstiréttur hafi hrist vel upp í þjóðfélaginu sl. miðvikudag.  Í mínum huga kom niðurstaðan ekki á óvart og var gjörsamlega fyrirséð út frá kröfurétti og neytendarétti.  Ég verð þó að segja að ég er ekki sáttur við allan rökstuðning réttarins, frekar en ég var sáttur við rökstuðning hans í september 2010, rökstuðning FME og Seðlabanka Íslands í júní 2010 og efnahags- og viðskiptaráðuneytisins þegar Árna Páls-lögin voru til umfjöllunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd í nóvember og desember 2010…

Read more

Leiðbeiningar FME/SÍ og Árna Páls lög hækkuðu vexti um allt að 357 ma.kr. á lánum heimilanna

Ég veit ekki af hverju ég hef ekki gert þetta áður, en í gær fór ég að velta fyrir mér hver hafi verið nákvæmlega áhrif leiðbeininga FME og Seðlabanka Íslands og síðar Árna Páls-laganna (nr. 151/2010) á heimilin í landinu.  Hluti af ástæðunni var að upplýsingar vantaði og þær hafa verið að koma fram smátt og smátt.  Hinn hlutinn var að hélt að þetta væri svo flókið…

Read more