Ósanngjarna skilmála í neytendasamningi ber að fella niður óbætta

Í úrskurði sínum í máli C-618/10 talar Evrópudómstóllinn (ECJ) um ósanngjarna skilmála (unfair terms) í neytenda samningum.  Hann telur að ákvæði um 27% dráttarvexti sé ósanngjarn skilmáli í lánssamningi!  Mér þætti áhugavert að fá álit ECJ á sanngirni verðtryggingarinnar í íslenskum neytenda samningum eða Seðlabankavaxta, þ.m.t. dráttarvaxta og stýrivaxta Seðlabankans í gegn um tíðina   Verst er að við Íslendingar getum ekki leitað til ECJ nema í afbrigðilegum tilfellum…

Read more

Landsbanki Íslands átti alla sök á Icesave og falli sínu

Stóri dómur féll á mánudag og niðurstaðan var jákvæð fyrir efnahag Íslands.  Ekki verður gerð krafa á ríkissjóð að hann standi í ábyrgð fyrir skuldum Landsbanka Íslands við breska og hollenska innstæðueigendur vegna innstæðna á Icesave reikningunum.  Ekki verður heldur gerð krafa á ríkið vegna mismununar milli innstæðueigenda eftir því hvort þeir væru með viðskipti sín á bankareikningum hér á landi eða á Icesave reikningum…

Read more

Á ósvífnin sér engin takmörk?

Svipan birti frétt í gær laugardag undir fyrirsögninni Lánveitandinn reyndi að innheimta afborganir af skuldabréfi sem hann hafði selt.  Í fréttinni er því haldið fram að a.m.k. eitt fjármálafyrirtæki og líklegast fleiri hefðu haldið áfram að innheimta lán, sem þau áttu alls ekki og höfðu því engan rétt á að innheimta.  Fjármálafyrirtækin eru ekki nefnd á nafn, en sagt berum orðum að um banka sé að ræða…

Read more

Eldfjöll á Íslandi - Allt frá hurðasprengjum upp í stærstu bombur en ekki dómsdagssprengjur

Undanfarin tæp tvö ár hafa birst af og til fréttir um ógnir sem stafa af íslenskum eldfjöllum.  Sjálfur ritaði ég ráðherrum núverandi ríkisstjórnar nokkra tölvupósta, þar sem ég hvatti þá til að fara í vinnu við áhættumat vegna eldfjalla.  Sú vinna er núna komin í gang, en ég verð að viðurkenna að mér finnst 20 ár nokkuð langur tími til verksins…

Read more