Ástandið versnar þvert á staðhæfingar stjórnvalda og AGS

Á ráðstefnunni í Hörpu í gær, þá voru nokkrir sem töluðu máli stjórnvalda og héldu því fram að allt væri á réttri leið.  Julie Kozack, yfirmaður AGS gagnvart Íslandi var ein af þeim.  Hún sagði að með AGS prógramminu hafi tekist að varðveita norræna velferðarkerfið og það sem hún kallar "the social fabric" (samfélagsgerðin).  Kannski er þetta rétt út frá einhverjum tölfræðilegum samanburði þar sem fundnir eru réttar viðmiðunartölur, en mér sýnist aftur sem tölur Hagstofunnar a.m.k. varpi skugga á þessa staðhæfingu hennar…

Read more

Er Hæstiréttur að senda skilaboð um vexti í dómi sínum í máli nr. 274/2011?

Eftir úrskurð Hæstaréttar í máli Íslandsbanka gegn AB 258 ehf. (áður Kraftvélar), þá fletti ég upp dómi Hæstaréttar í máli nr. 274/2011 Arion banka gegn Agla ehf., en hann hafði alveg farið framhjá mér þegar dómurinn var kveðinn upp í vor.  Ástæðan fyrir því að ég gerði það, er að í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur hafði dómarinn, Jón Finnbjörnsson, sagt svo skýrt og skorinort…

Read more

Sleikjugangur við fjármagnseigendur

Maður verður aldrei uppiskorpa með efni til að skrifa um meðan fjármálafyrirtækin og stjórnvöld eru jafn upptekin við að sleikja rassinn á fjármagnseigendum og raun ber vitni.  Stjórnarþingmenn og ráðherrar hafa hrúgast í ræðustóla til að tala um stjórnarskrárvarinn eignarétt kröfuhafa.  Fjármálaráðherra var svo hræddur við kröfuhafa, þegar verið var að semja um endurreisn bankanna, að hann þorði ekki annað en að lúffa fyrir þeim svo þeir færu ekki í mál…

Read more

Já, fyllerí bankamanna var öfum þeirra að kenna!

Heldur er það aumkunarvert hjá Ásgeiri Jónssyni að kenna fortíðinni um vanhæfi íslenskra bankamanna á fyrsta áratug þessarar aldar.  Þetta er svona eins og alkinn fari að kenna afa sínum um að hann drekki, vegna þess að afinn datt illa í það fyrir 30 árum.  Ég verð að viðurkenna, að ég geri meiri kröfur til manns sem státar af doktorsgráðu í hagfræði…

Read more

Misskilningur, villur og talnamengun Fréttablaðsins um meintar afskriftir á lánum heimilanna

Í Markaði Fréttablaðsins er stór og mikil grein um skuldavanda heimilanna.  Þar er fjallað á ágætan hátt um margt varðandi greiningu á vandanum, umfjöllun um hann og úrræði.  Því miður læðast inn í greinina villur sem nauðsynlegt er að leiðrétta, önnur atriði þar sem tekin er upp röng túlkun opinberra aðila á gögnum og enn aðrar misræmi í opinberum gögnum sem tekið er gagnrýnilaust upp…

Read more

Greiddi alltaf það sem var rukkað, en vangreiddi!

16. september 2010 gekk dómur í Hæstarétti í máli nr. 471/2010 Lýsing gegn Guðlaugi Hafsteini Egilssyni.  Í því máli komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að vextir áður gengistryggðra lána skuli taka mið af hvort heldur er hagstæðara fyrir viðskiptavininn verðtryggðum eða óverðtryggðum vöxtum Seðlabanka Íslands, skv. 10. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu.  Það sem meira er, svo virðist sem Hæstiréttur ætlist til að vextirnir gildi frá lántökudegi og jafnt um greiðslur sem hafa átt sér stað og þær sem eftir eru…

Read more

Hvar sjást 206 ma.kr. afskriftir í bókum Landsbankans? - Staðreyndir um afskriftirnar

Ég skoraði um daginn á Landsbankann hf. (áður NBI hf.) að sýna fram á hvar í bókum fyrirtækisins afskriftir upp á 206 ma.kr. kæmu fram.  Nú kemur Haukur Ómarsson, forstöðumaður sjávarútvegs í "fyrirtækjabanka" Landsbankans, og heldur því fram á opinberum fundi að bankinn hafi afskrifað 206 ma.kr., en þar af "aðeins" 11 ma.kr. hjá sjávarútvegsfyrirtækjum…

Read more

Áhugaverð skýrsla en sama villa um afskriftir

Ég er búinn að skanna í gegn um skýrslu Maríu-nefndarinnar, eins og hún var kölluð á sínum tíma.  Ég sakna þess að sjá ekki á áberandi stað í skýrslunni hverjir sitja í nefndinni og hafa starfað fyrir hana.  Skýrslan er áhugaverð fyrir margra hluta sakir og lýsir vel hinum flóknu verkferlum sem kosið var að innleiða í stað einfaldleikans sem ég, sem fulltrúi Hagsmunasamtaka heimilanna, lagði til í vinnu starfshóps í fyrra haust…

Read more